93.5 í morgun, hálft kíló upp á við. Ég gefst upp. Ég gefst upp. Ég. Gefst. Upp.
Nei, ekki í alvörunni. Bara smá drama í gangi.
Hvað er eðlilegur skammtur af nammi spyr ég og veit ofur vel allan tíman sem ég er að troða upp í mig að þetta er ekki eðlilegur skammtur sem ég er að borða. Ég get nefnilega ennþá troðið í mig mat af sama magni og þegar ég var 130 kíló. Ekkert mál. Þannig að héðan í frá verður ekkert sem heitir frjáls máltíð. Ég verð að skammta mér góðmetið líka. Alla vega þangað til ég er farin að skilja hvað er eðlilegt og hvað er ekki eðlilegt. Vá, hvað ég er reið út í sjálfa mig. Læra af mistökum, move on.
Björtu hliðarnar. Ég get lyft 12 kg lóðum í hvorri hendi í hallandi pressu. Það hlýtur að vera smávegis impressive. Ég er búin að minnka um marga, marga sentimetra þó vigtin ulli á mig. Ég kemst núna í buxur sem ég keypti of litlar fyrir mánuði síðan. Ég tók "afterburner" æfingu í EA Active og blés vart úr nös. Ég aðlagaði mig að breyttri rútínu í þessari viku. Ég bjó til nýjar heilsusamlegar ammrískar morgunverðar pönnukökur. Þetta er allt jákvætt. Ég veit hvað ég gerði vitlaust og núna laga ég það. Þetta er ekkert mál. Þetta snýst um ferðalagið, ekki áfangastaðinn.
2 ummæli:
Buxurnar segja alla söguna!!! Vertu glöð.
What she said!! Þetta er allt í rétta átt. Ég kalla vigtina the random number generator. Getur munað 1-1.5 kg milli daga, vökvasöfnun, tíðahringur, lyftingar o.fl hefur allt áhrif.
Skrifa ummæli