föstudagur, 3. desember 2010

Jólaskreytingarnar í Marks og Spencer þetta árið hafa svo sannarlega gripið mig. Rautt, hvítt og grænt og svona Skandinavískur þjóðlagafílingur í þeim öllum. Ég hélt að þetta væri allt svona kunnuglegt út af þessu skandinavíska þema en þegar ég fór að rannsaka málið þá kemur í ljós að Sanna Annukka er listamaðurinn að baki skreytinganna. Mig er búið að langa í listaverk eftir hana núna í langan tíma. Það er þess vegna auðvitað að ég kaupi mér dós sem hefur verið skreytt með myndum eftir hana. Það er náttúrulega einskær tilviljun að dósin er sneisafull af bestu smákökum sem herra Marks og herra Spencer framleiða. Það er bara svo, svo mikilvægt að hafa fallegt í kringum sig.

Engin ummæli: