|
Kysst undir mistileini |
Nú er þetta í annað skiptið sem við Jones fjölskyldan förum og eyðum einum sunnudegi í desember á óðalsetrinu Erddig (Erðigg) hér í Wrexham. Þar er öllu viðhaldið eins og Charles Dickens gengi þar um og þó það sé gaman að koma þar allt árið um kring, þá er alveg sérstaklega skemmtilegt að fara á jólamarkaðinn þeirra. Starfsfólkið klæðir sig í sögulega búninga, ýmiskonar handverk héðan úr nágrenninu er til sölu og svo er endalaust af hefðbundnum breskum mat á boðstólum. Í fyrra fékk ég mér það sem mér finnst best af öllu; pork pie, en í ár fékk ég mér alveg klikkaða kalkúna samloku með trönuberjasultu. Og "roasted chestnuts". Svona eins og í laginu; "roasting chestnuts by an open fire." Í alvörunni, verður eitthvað jólalegra en það? Að vera staddur í miðju jólalagi? Það held ég nú ekki. Ég þyrfti nú að fletta upp hvað þær heita á íslensku, en ég kannast bara ekki við að hafa fengið þetta heima. Þær eru stórar og meira á bragðið eins og hnetukennd kartafla en hnetur. Alveg geggjaðar. Ég bjó einmitt til porcini og chestnut súpu í forrétt á afðfangadagskvöld í fyrra og ætla að gera aftur í ár, allt út af því að hafa smakkað þær í Erddig.
|
Láki og Father Christmas |
Láki hitti svo aftur á "alvöru" jólasveininn ("all these other Father Christmas´s are fake ones, but the one in Erddig is the REAL one" sagði hann mér um daginn) og bað svo fallega um einn tölvuleik í jólagjöf. Það verður að sjálfsögðu að láta það rætast svona fyrst alvöru jóli var beðinn. Svona dagar eru svo skemmtilegir, rölt um í glampandi sól og smá kulda, allir svo kátir og glaðir, tónlist í bakgrunninum, matarilmur og hvert sem litið var svo fallegir hlutir. Ég er algjör sucker fyrir svona picture perfect atriðum. Mér finnst svo gaman þegar allt er svona ákkúrat. Og jólin ilja mér um hjartaræturnar. Og eins og Charles Dickens sagði: "I will honour Christmas in my heart and try to keep it all the year."
2 ummæli:
Myndin af ykkur Dave er dásamleg. Grái liturinn alsráðandi, í peysunum ykkar, húfunni þinni og hárlokkur Daves. Svona eins og þema. Hann heldur þétt utan um þig, eins og til að passa þig en þér finnst nóg að klípa ögn í peysuna hans. Þú treystir honum algjörlega. Ég ætla að stela myndinni og nota á jólakort sem og myndinni af Lúkasi með alvörusveinka. Ég reyndar finn til með börnum, nú í seinni tíð, sem þurfa að búa við þessa hvítu lýgi með alvörujólasvein. En ég segi samt ekki orð. Vorkenni bara börnunum þegar sannleikurinn kemur í ljós.
...leiðr.....tvö l í allsráðandi...arg...... og fallbeyging...hárlokk Daves...og örugglega e-ð meira... vantar prófarkalesara.
Skrifa ummæli