|
Stroppy kaffeee |
Á sunnudagskveldi í desember, eftir vel heppnaðan dag, er við hæfi að fá sér fínan kaffibolla. Þegar maður fær sér svona fínt kaffi á sunnudegi er líka við hæfi að opna Sanna Annukka kexdósina, dást að hönnuninni og fá sér svo súkkulaðikex. Og við alla aðra í heiminum en mig myndi ég segja endilega fá sér. Þetta er hágæða kex og það á að kitla kölska öðruhvoru. En af því að ég er ég þá setti ég mér smávegis verkefni á meðan ég naut veitinganna. Ég er nefnilega alltaf að maukast þetta með hvað ég á erfitt með magnið á gæðunum. Og ákvað að reyna að skilgreina hvað ég geri vitlaust til að reyna að geta spornað við þessu frekar en bara að byrja á að skammta mér. Maður fórnar sér sko og allt í nafni vísindanna. Og út úr þessum rannsóknum kemur í ljós að ég á við smá vandamál að stríða. (Understatement of the year:) Þegar ég fæ nammigott þá get ég ekki borðað hægt. Ef ég reyni að hægja á mér þá byrjar mér að líða illa. Ég nýt góðgætanna ekki ef ég þarf að tyggja hægt, njóta bragðsins og láta treina. Ég fyllist angist og vanlíðan á milli hvers bita. Hinsvegar ef ég fæ að borða hratt og örugglega eins og mér finnst best þá nær magi engan veginn að segja heila að hann sé orðin stútfullur og að það eigi að hætta að troða. Og mér dettur ekkert í hug til að laga þetta. Það eru tveir valkostir, báðir jafnslæmir; illt í hjarta eða illt í maga. Hvort á ég að velja?
2 ummæli:
Þú hefur líklega vanist á að borða nammi hratt í den þegar það var "næs ívening at hóm" og hver gúffaði í sig eins og hann og sá sem gúffaði hraðast fékk mest.
Ja, hérna hvað ég hef margt á samviskunni!!!
úfff blessuð vertu, kannast ekki allir við þetta. Ég fer út úr líkamanum í eitthvað trans ástand þegar nammipokinn opnast og ítroðslan verður á ólympískan mælikvarða, get ekki verið með tóman munninn í sekúndubrot. Þetta er einhver veila sem maður verður að lifa með held ég bara.... annars er ég með pistil á teikniborðinu um sykurinn.... held að þar komi skýring á málinu :)
Skrifa ummæli