mánudagur, 31. janúar 2011

Hasselback sæt kartafla og lax
Það var allskonar tilraunastarfsemi í gangi í eldhúsinu í kvöld. Ég var sorgmædd og döpur allan daginn í vinnunni og fannst upplagt að hressa mig við með því að stússast í matargerð. Ég átti til örlítið laxasporð í frysti hafði hug á að prófa marineringu sem ég hafði lesið um enda innihélt hún tvö af mínum uppáhaldsefnum; hnetusmjöri og chili. Afganginn af upprunalegu uppkriftinni átti ég ekki til og subbaði bara einhverju saman sem ég fann. Matskeið af hnetusmjöri, sletta af chilitómatsósu, dropar af cidervinegar, dropar af sítrónusafa, dropi af runny honey, salt og pipar og blanda saman. Maka á laxinn, vefja inn í álpappír og baka eins lengi og manni finnst þurfa til. Þetta var voðalega gott. Ég hafði svo líka séð sætar kartöflur skornar í hasselback stíl (þverskornar nánast niður, en halda forminu) og datt í hug að Dave gæti fengið svoleiðis með. Sjálf borða ég ekki kolvetni á kvöldin en fæ að fara með afganginn út á kjúklinginn minn í hádegismatinn á morgun.  Ég hafði haft venjulegar hasselback kartöflur með roast beef á sunnudaginn og þær slógu svo í gegn að ég ákvað að prófa á sætu kartöflunni. Þvo og nudda sæta kartöflu og skera svo þvert á hana alla nánast alla leið en halda í forminu. Nudda svo í smá ólívuolíu þannig að olían leki aðeins inn í rifurnar og strá örlitlu af sjávarsalti yfir. Baka svo í ofni í 40 - 50 mínútur eftir stærð. Það er örugglega ógeðslega gott að setja geitaost eða feta ofan á líka eins og upprunalega uppkriftin leggur til. Ég prófa það tvímælalaust næst. Skurðurinn gerir eitthvað extra krispí og djúsí fílíng og miðjan helst samt mjúk og sæt. Mikið sem matur veitir mér mikla gleði.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sаѵed as a fаvorite, I like уоur web sіtе!



Look at my homеpаge: ringing in ears treatment

Nafnlaus sagði...

Excellent blοg! Do уou have any tips for aspiring writers?
I'm planning to start my own blog soon but I'm a lіttlе lost on evеrythіng.

Would you recоmmend starting with a fгee platfoгm like Wordpress
or go fοr а рaid option? Therе arе
so many options οut thеre that I'm totally confused .. Any tips? Kudos!

Feel free to visit my web-site - easiest way to lose belly fat

Nafnlaus sagði...

Very gοοd blog yоu have here but I wаs curiouѕ if you knew of anу usеr disсussion forums that cover
the sаme topics discuѕsеԁ here? I'd really love to be a part of group where I can get suggestions from other knowledgeable people that share the same interest. If you have any suggestions, please let me know. Thank you!

Stop by my blog post - fathers day gift ideas