þriðjudagur, 15. febrúar 2011

Það byrjaði allt vel í morgun. Ég svaf vel og spratt upp eins og fjöður spennt og kát að takast á við brekkuhlaup. Þegar í rækt var komið hitaði ég upp og byrjaði svo að hlaupa. Fyrsta settið var ekkert mál, og svo var líka um sett númer tvö. Þegar ég var hálfnuð með númer 3 byrjaði mér að líða skringilega. Hausinn var eins og blaðra og ég heyrði illa. Þegar ég varð svo alveg dofin í handleggjunum, ég leit meira niður til að tjékka á að þeir væru ennþá fastar á mér, þá hætti mér að lítast á blikuna. Ég stoppaði og hné niður á gólfið þar sem ég þurfti að liggja í smástund til að ná aftur áttum. Og mín fyrsta hugsun var failure. Lúser. Þú hefðir átt að þrýsta þér í gegnum þetta, þetta var bara veggur, ekki bara gefast upp. Faiiiillll! Og ég fékk tár í augun. Vegna þess að þetta er akkúrat sá hugsunarháttur sem ég þarf að breyta. Afhverju er ég svona hörð við sjálfa mig? Ef þetta hefði verið hver sem er annar þá hefði ég sagt, step off the treadmill, líkaminn er að segja þér að stoppa núna. En við mig segi ég að ég sé aumingi, að ég ætti að reyna meira, gera meira. Ég jafnaði mig og fór aftur á brettið, reyndar bara á labb. Og hugsaði málið á meðan ég labbaði. Ef ég get lagað þennan hugsunarhátt, þar sem ég fókusa bara á allt það sem ég geri vitlaust og lendi í "work hard, setback, work harder, more setback, failure" hugsunarhættinum og byrjað að fókusa á það sem gengur vel þá verður þetta í lagi. En það er engin spurning um að ég get ekki haldið þessu úti ef ég ætla að refsa sjálfri mér og rífa sjálfa mig svona niður í hvert sinn sem eitthvað fer ekki eftir plani. Ég verð að læra að það að mistakast eða að fara út af plani er ekki vísbending um að það sé eitthvað að mér. Það gera allir mistök og það gengur ekki alltaf allt upp. Og það er svo sannarlega allt í lagi að hlusta á líkamann þegar hann biður um pásu. Það er allt í lagi að mistakast. Og ég ætla að hætta að refsa sjálfri mér svona. Ég á svo miklu, miklu betra skilið frá sjálfri mér.

6 ummæli:

Erna Massi sagði...
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.
Erna Magnúsdóttir sagði...

Ertu ekki bara að læra að treysta líkamanum? Auðvitað á maður að gera það en það er ekki endilega sjálfgefið að maður kunni eða geti það!

Það eru sko ekki allir sem hafa þennan járnvilja sem þú hefur til að ýta sér út fyrir "comfort zonið". En mikið gerðir þú rétt að stoppa, ekki sniðugt ef þú finnur ekki fyrir handleggjunum!

Kristín Guðbrandsdóttir sagði...

Svava mín, viltu ekki kíkja til læknis svona ´just in case´. Dáist að þér og er alltaf á leiðinni að hafa samband til að smitast af járnviljanum en ef að líkaminn er að dofna þá finnst mér að þú eigir að láta líta þig - svona til að hafa allt á hreinu. Þó við séum ungar þá erum við engin unglömb - og á þessum leiðindar aldri þar sem líkaminn byrjar að gefa sig. Ekki slugsa - er með stór plön um kanarí, portvín og elliheimili fyrir okkur gömlu gellurnar úr Þolló.

Nafnlaus sagði...

Elsku Svava. Þú hefur náð svo frábærum árangri að fólk öfundar þig í röðum. Ekki láta eitt bakslag stoppa þig. Ég hitti konu í síðustu viku sem spurði mig hvort ég hefði aldrei gert mistök. Ég sagði jú, oft. Þá sagði hún gott því maður lærir af mistökum og kemur sterkari til baka!
Luv H

murta sagði...

Takk fyrir elskurnar mínar, ég er ofur hress núna, búin að læra mína lexíu. Og ég fer til læknis ef þetta gerist aftur, akkúrat núna held ég að ég þurfi bara pásu. Ég er voða hrifin af portvíni á elliheimili! :)

ragganagli sagði...

Það upplifa allir að krassa á æfingu, það getur verið að þú hafir verið illa sofin, illa nærð, hormónar, tíðahringur eða bara dagsformið ekki uppá sitt besta. Það er mikilvægt að hlusta á skrokkinn, taka pásu, draga úr ákefðinni og koma sterkari inn til baka. Það eru ekki mistök, failure, setback eða neitt í þá veru.. það er einfaldlega gangur lífsins og partur af prógrammet.

Þú átt ALLTAF að vera stolt af sjálfri þér... allavega er ég myljandi stolt af eljunni, æðruleysinu og dugnaðinum hjá þér.