þriðjudagur, 8. febrúar 2011

Þegar mig dreif að ræktinni i morgun var þar allt í niðamyrkri og allt harðlokað og læst. Ég stóð fyrir utan í hlaupagallanum (sem by the way er ekki smart) og var ekki skemmt. Klukkan er rétt að draga í sjö, tveggja tíma roundtrip heim augljóslega ekki inni í myndinni ef ég ætlaði að mæta í vinnu fyrir níu og ekki gat ég bara tekið skokkhring í Chester því ég komst ekki í sturtu. Ég skundaði því í vinnuna, klæddi mig inni á klósetti og reyndi af veikum mætti að draga úr hárflókanum. Sem betur fer var teymistjórinn komin í vinnu og hún var dauðfegin að sjá mig, það var nóg af verkefnum til að sýsla við. Og þar sem ég sat við útreikninga á vöxtum fattaði ég að ég var ekki pirruð út af því að hafa misst af því að sofa lengur, sem ég hefði gert ef ég hefði vitað að ræktin væri lokuð, og ég var ekki pirruð út af því að hafa þurft að vera ósturtuð í vinnunni eða vegna óþarflega langs vinnudags. Ég var pirruð vegna þess að ég missti af brekkuhlaupi. Ég iðaði inni í mér að komast á brettið til að sjá hvort ég gæti hlaupið aðeins lengur á 8, 9 og 10 gráðu hallanum. Og þegar ég fattaði þetta var ég ægilega glöð. Og svo fölnaði það aðeins þegar ég fékk tilkynningu að ræktin yrði opin í hádeginu. Og ég fór upp brekkurnar mínar.

Engin ummæli: