fimmtudagur, 10. febrúar 2011

Það er svo auðvelt að festast í ytri markmiðum eins og "léttast um 20 kíló" eða "verða mjó". Ég sé og skil að það er ekki ekki leiðin að innihaldsríku lífi. Ég reyni og reyni þessvegna að setja sjálfri mér markmið sem hafa meira með að gera hvernig ég vil að mér líði. Ég vil vera frjáls í umgengni minni við mat og ég vil vera sterk og öflug og ég vil öðlast jafnvægi. Jafnvægi til að lifa heilbrigðum lífstíl en enda ekki í "megrun, mistök, meiri megrun, meiri mistök, gefast upp" ferlinu mínu. En það er meira en að segja það að breyta þessum hugsunarhætti. Þegar maður hefur nálgast viðfangsefnið frá þeirri hugsun frá upphafi að maður sé latur, feitur, ómögulegur, með engan viljastyrk, veikur.. hvað svo sem hverri fitubollu dettur í hug þá er er ekki einfalt að breyta þessari löngun í að sjá árangur núna! til að reyna að sanna fyrir sjálfum sér að maður sé ekki latur, feitur, ómögulegur og án viljastyrks. Allar misfellur á ferðalaginu túlkar maður sem skapgerðarbresti. Ég get til dæmis ekki hætt að hugsa að mig langar bara til að losna við þennan maga. Ég toga í spikið framan á mér og ég vil það í burt núna, burt núna! Mig langar ekki til að vera sátt og róleg og taka þessu sem ferðalagi fyrir lífstíð. Mig langar bara til að vera mjó. Núna. Að róa sig niður úr þessu ferli er ekkert smá mál og ég er á fullu að reyna að finna leiðir til að lifa í innri markmiða hugsunarhættinum. Ég veit að ég verð ekki mjó núna! og get þessvegna alveg eins hætt að hugsa um það. Það er bara svo erfitt. Ég efast stundum um að ég geti nokkurn tíman náð þessu jafnvægi, að fyrir mig verði jafnvægið alltaf þessi slagsmál við sjálfa mig. En andskotakornið ég ætla sko ekki að hætta að reyna.

1 ummæli:

Inga Lilý sagði...

Æi vá hvað ég kannast við þennan hugsunarhátt. Mig langar að losna við lærin og rassinn NÚNA en ekki eftir 1-2 ár! Svo dett ég öðru hverju niður í "ég hreyfi mig svo mikið að ég má alveg borða meira" eða þá "ég er bara fin svona, ég get alveg fengið mér snickers (eða þrjú)". Er búin að eiga glataðar 2 vikur og er að reeeyna að koma mér í gírinn aftur. Gengur bara svo hægt og maður verður alltaf jafnsvekktur þegar vigtin fer upp en ekki niður!!

Þetta er G-L-A-T-A-Ð en lítið annað að gera en að girða í brók og hafa næstu máltíð betri en þá síðustu.

Gangi þér svakalega vel með allt þitt, fjárhagsáætlunina, mataræðið og hreyfinguna og allt hitt.