laugardagur, 26. febrúar 2011

Jahso! 89.8 kíló. Hver hefði trúað þessu? Ég sá síðast áttunda tuginn á níunda áratugnum. Ég held ég hafi lafað fram yfir jól í fyrsta bekk í MS undir 90 kílóum. Það var 1991. Ég hef þessvegna grennst um 20 ár. Má ég vera smávegis ánægð með það? Er þetta líka ekki eins stuttur kjóll og við getum farið í áður en ég byrja að fá atvinnutilboð út á götu?


Það má vera að ég sé með ljótustu fætur í heimi!

7 ummæli:

Guðrún sagði...

Ja, hérna hér...loksins...mikill áfangi. (Tilfinningahrollur)
Til lukku með þennan glæsilega árangur elsku dótla mín. Þú ert svakalega flott í stutta kjólnum og ég sé ekkert að fótunum þínum.

Sigrún sagði...

Þú ert mér mikill innblástur! Innilega til hamingju með þennan árángur.

Heiða Njóla sagði...

Þú ert algjör glæsipía! Geggjaður árangur :)

ragganagli sagði...

Ohhh ég er svo stolt af þér duglega túttan mín. Samviskusemin, dugnaðurinn og krafturinn er svo sannarlega að skila sér.... you are one hot mama!!!

Áfram með smjörið!!

Inga Lilý sagði...

Gjöööðveikar myndir maður minn. Innilega til hamingju með árangurinn, þetta er ekki lítið flott hjá þér kona. Núna tek ég þig til fyrirmyndar og verð duglegri í mataræðinu, þá kannski sé ég töluna á vigtinni fara í rétta átt!:)

Til hamingju aftur

Nafnlaus sagði...

Frábær árangur hjá þér elsku vinkona. Ég er eins og venjulega slefandi yfir öllum þessum góðu uppskriftum hjá þér. Ein spurning hvað er þetta Quinoa?
Love, Lína

Nafnlaus sagði...

Vá hvað þú stendur þig vel - til hamingju. Eitt samt - þessi mynd er eiginlega betri en myndin sem þú settir hér efst til hægri, sést amk betur hvað þú hefur grennst.