miðvikudagur, 16. febrúar 2011

Mér líður vel í dag. Ég fór í rækt í morgun og tók ágætlega á en var með smá svima. Ég ákvað þessvegna að ég ætla að taka mér frí fram í einn eða tvo daga, endurhlaða batteríin. Ég er búin að taka stórt skref í áttina að gera lífstílinn að eðlilegu lífi með þvi að leyfa sjálfri mér að slaka aðeins á líka. Ég vil læra að skilja sjálfa mig og fatta hvað er sem virkar fyrir mig og hvað ég geri til að skemma fyrir sjálfri mér og þetta að skilja að ég verð að leyfa sjálfri mér að vera ekki fullkomin stundum var dýrmæt lexía. Ég er ekki að segja að ég geti bara slökkt á refsihugsunum einn, tveir og þrír en það að skilja hvað er að gerast í þankaganginum hjá mér þýðir að ég get notað skilninginn til að þokast í átt að jafnvæginu mínu.

Það var svo um daginn að ég var hálf ómöguleg öll í sálinni. Ekkert sem ég gat fest fingur á, ég hugsa að það hafi verið smá leiði yfir að komast ekki á Þorrablót í Þorlákshöfninni minni kæru eða kannski út af nýju fjárhagsáraninni. Ég stikaði um og þegar Dave spurði hvað væri að sagði ég það fyrsta sem mér datt í hug; "I'm upset and I´m even more upset that I can´t reach for food which up until now has been my coping mechanism to deal with being upset." Og um leið og ég sagði þetta rann upp fyrir mér að ég er að stika stórum skrefum í átt að þessu langþráða jafnvægi mínu. Bara það að staldra við áður en ég teygi mig í nammið er svo mikil framför og ég er búin að gera það núna í langan tíma án þess að hrósa sjálfri mér fyrir. Mér dettur ekki í hug að fá mér nammi til að deyfa vanlíðan lengur. Mér finnst bara að mig langi í nammi af því að það er svo kunnugleg tilfinning. En hún er ekki sönn lengur. Ég held það bara. Það að skilja að ég nota mat sem hækju, sem afsökun, sem verðlaun, sem ást er framför. Ég nota skrifin til að díla við leiðinlegar tilfinningar í staðinn fyrir mat og ég fer í rækt og ég kaupi ný föt og ég nýt líkamans og finn nýjar, hollar uppskriftir og og og. Endalausar aðferðir til að díla við fýlu með öðru en mat. En svo er það hitt öllu alvarlegra sem hrjáir mig og það er að ég vil líka borða þegar ég er glöð. Og ég er miklu oftar glöð en ég er leið. Þegar ég hætti að reykja þá var það sígarettan eftir kvöldmat (best í heimi!) sem stóð aðeins í mér. Ég tókst á við þá löngun með því að rjúka beint í uppvask og tiltekt til að dreifa huganum. Það flokkast núna sem frekara eldhússtúss og hjálpar ekki. Mér finnst einhvern vegin orðið eins og að það sé alveg sjálfsagt að fá sér ekki að borða til að fæla burtu leiðindi. Það er viðurkennd meinsemd á meðal fitubolla að nota mat sem meðal og smyrls og eðlilegt að ég takist á við það sem einkenni á "ástandinu" á mér. Og mér finnst orðið minnsta mál að díla við löngun í mat þegar ég er leið eða döpur.  En ég á alveg eftir að fatta upp á hvað ég geri þegar mig langar í mat þegar ég er glöð. Á ég kannski bara að vera í fýlu það sem eftir er?

2 ummæli:

Inga Lilý sagði...

Oh þú ert komin lengra en ég. Ég borða ekki endilega þegar ég er leið, ég borða mindlessly mest þegar mér leiðist eða af vana. Í hvert skipti eftir hádegismat og kvöldmat þá langar mig í eitthvað sætt. Alveg undantekningalaust! Þetta er auðvitað sýki á háu stigi sem ég ætti að vera að díla við en ég er bara eitthvað svo löt þessa dagana. Enda haggast ekki vigtin, nema kannski upp á við.

Þyrfti að vera jafndugleg og þú að spá í hvað það er sem fær mig til að borða og svo stoppa mig af áður en ég læt það eftir mér.

En súkkulaði er bara svo gooooott!! :)

Glæsilegur árangur hjá þér og ég er sannfærð um að fljótlega (eða þú veist, á næstu 1-2 árum) verði komin upp mynd sem segir sjötíu og eitthvað.

ragganagli sagði...

Ánægð með þig kona, orðin meðvituð um hvað triggerar át.... þú ert komin í úrvalsdeildina.

Ég vil fara að sjá nýja mynd til hægri.... 90 kg myndina