mánudagur, 14. mars 2011

Ég á milljón sokkabuxur sem er líka alveg nauðsynlegt af því að ég er eiginlega bara alltaf í kjól. Það er af sem áður var þegar maður þurfti að bæta 1600 krónum inn í fjárhagsáætlunina fyrir hvert djamm til að eiga fyrir Oroblu sokkabuxum. Núna fer maður bara í Primark og fær fullt fang af sokkabuxum fyrir eitt pund. Það sem allar þessa milljón sokkabuxur eiga sameiginlegt er að þær eru allar í XL og þær eru allar allt of stórar á mig. Ég togaði einar upp yfir brjóst og upp að handarkrikum í morgun og hefði getað notað sem bodysuit. Það var bara léttur regnúði sem stöðvaði mig. Og örlítil sómatilfinning. Mér datt nú samt í hug að það er komin tími til að taka af skarið og kaupa sokkabuxur í L. Eða jafnvel M/L. Ég bara geri mér svo illa grein fyrir því hvernig ég er í laginu núna. Ég fæ ennþá sjokk í hvert sinn sem ég hengi super skinnies upp á snúru því ég trúi því ekki að ég passi í eitthvað svona pínkulítið. Ég verð ennþá voðalega glöð þegar ég sé flíkur í stærð 20 á rekka í búð þó ég viti að sú stærð komi mér ekkert við lengur. Og tilhneigingin er alltaf að taka aðeins of stórt. Mig langar svo að geta séð sjálfa mig utanfrá til að geta lagt alvöru mat á það hvernig ég er núna. Það á víst eftir að taka smá tíma að venjast þessu.

Engin ummæli: