þriðjudagur, 15. mars 2011
Það sem mér finnst allra best við mat eru töfrarnir sem í honum eru fólgnir. Maður tekur hveiti, ger og vatn og blandar saman, bakar og það breytist í ilmandi brauð. Þetta er alveg ótrúlegt. Eða þegar maður bætir smá salti við eitthvað sætt og sæta bragðið magnast upp. Ótrúlegt alveg hreint. Svo ekki sé talað um hvernig matur getur látið manni líða. Fallegur og hollur matur hefur lækningarkraft. Og það er svo sannarlega málið þegar kemur að hnetum. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir því fyrr en núna nýlega að það eitt að rista hnetur í smá stund færir bragð og áferð upp á eitthvert nýtt plan. Hnetur eru góðar svona beint af kúnni en ristaðar, givi minn góur, dýpt og fylling í bragðinu magnast upp og þær verða eins og í öðru veldi. Mér skilst líka að þegar það á að nota hnetur í bakstur þá er mjög sniðugt að rista þær af því að þá sökkva þær síður til botns í deiginu. Ristaðar pekan hnetur eru mínar uppáhald. Í kvöld var ég með kveikt á ofninum og henti inn í hann lófafylli af heilum möndlum sem ég er að nasla á núna. 6 mínútur inn í 190 gráðu heitum ofni. Ég ætla svo að prófa um helgina að rista þær með kanill og smá sweet freedom. Það er náttúrulega bara nammi. Náttúrulegt nammi.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Þetta verð ég bara að prófa og hana nú!
Skrifa ummæli