miðvikudagur, 16. mars 2011
Hún er öll að venjast nýja rútínan mín. Ég verð nú samt að segja að ég er óskaplega fegin að hafa fundið íþróttagrein sem mér finnst jafn skemmtilegt að stunda og lyftingar því ef það væri verið að biðja mig um að mæta í eróbikktíma eftir vinnu þá myndi ég segja takk fyrir and gúddbæ! En lyftingarnar mæti ég í með bros á vör meira að segja þegar ég er þreytt eftir vinnu og veit að ég verð ljót í strætó og að það verður ekki fyrr en rúmlega sjö þegar ég loks kemst heim og að heima bíður mín heimanám og húsverk. Skiptir ekki máli af því að ég fæ að reyna á vöðvana mína. Ég er samt óneitanlega A-manneskja. Mér þykir ekkert tiltökumál að vakna um fimm leytið, og af einhverjum ástæðum er ég enn kát með að fara út að hlaupa, hef ekkert verið að vandræðast með að rífa mig upp og út. En ég er alveg búin á því um og eftir níu á kvöldin og það er smávegis erfitt þá daga sem ég er ekki komin heim fyrr en sjö að vera orðin þreytt tveimur tímum síðar. En þetta er samt betra en að hreyfa sig ekki. Já, hún er sko öll að venjast rútínan.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Oh ég er búin að vera fáránlega upptekin í vinnu síðan við komum til Indonesíu og ekkert getað notað geggjuðu aðstöðuna hérna á hótelinu. Hef á tilfinninguna að ég sé búin að þyngjast um 5 kg síðan ég kom hingað (vigtin hér sýnir 75 kg og mikið svakalega væri ég til í að trúa henni :)).
Aldrei hefði mig grunað að ég saknaði þess að skokka úti en ég geri það. Get ekki beðið eftir að komast aftur heim til Tokyo og í rútínuna mína og ná Indónesíu kg af mér.
LOL ég myndi sko trúa þessu, eins og nýju neti! En já, það er mikil uppgötvun þegar maður fattar að maður saknar þess í alvörunni að hreyfa sig, og ekki bara í svona "panikk omg ég á eftir að fitna aftur!" heldur af því að maður hefur í alvörunni gaman af hreyfingunni. En mér líst illa á að þið farið aftur til Tokyo í bráð:( xx
Skrifa ummæli