fimmtudagur, 17. mars 2011

Ég er búin að setja saman uppskriftasíðu með örfáum uppskriftum. Ég er að vinna að því að gera þær notendavænni, vandamálið mitt er alltaf að ég tek svo illa eftir magni og hlutföllum og þar af leiðandi erfitt að deila með vandasamari kokkum. Það er nú samt gaman að reyna að halda aðeins utan um uppskriftirnar mínar og eiga þeim samastað. Ég ætla líka að reyna að vera vandvirkari héðan í frá.

7 ummæli:

Guðrún sagði...

Uppskriftasíðan þín er aldeilis frábær. Þetta á allt eftir að nýtast mér vel. Hakka til að prófa það sem ég hef ekki prófað hingað til.

Erla Guðrún sagði...

Mér finnst frábært að þú setjir upp uppskriftarsíðu, ég er margoft búin að slefa yfir matnum sem þú býrð til.

Nafnlaus sagði...

Þessu er ég búin að bíða eftir. Ég hef prófað nokkrar uppskriftir frá þér en það er leiðinlegt að leita að þeim margar vikur aftur í tímann.
Frábært!
kv. Raritet

Alda sagði...

Frábært! Þó svo að mælieiningarnar séu ekki 100% þá er líka gott að fá hugmyndir af samsetningu. Takk fyrir þetta Murta.

bkv
Alda

Nafnlaus sagði...

Frábært :o)
Kveðja Ingibjörg

Heiða Njóla sagði...

Sjeise hvað þetta eru girnilegar uppskriftir hjá þér!

ragganagli sagði...

Ég er svo grrrríðarlega hamingjusöm að þú sért búin að setja upp uppskriftasiðu. Nú verður sko prófað allskonar Svövu gúmmulaði!!