laugardagur, 19. mars 2011

Ég stærði mig mikið af þvi við Huldu í símann um daginn að ég væri svo stútfull af andoxunarefnum, stein-og snefilefnum eftir allt bláberja og spínatátið að ég gæti bara ekki orðið veik. Þannig að þegar að Dave fékk þetta hrikalega kvef í vikunni og vildi ekki kyssa mig til að smita mig ekki púaði ég á það, ég væri ósmitanleg. Að sjálfsögðu er ég núna undir feld með hálsbólgu og hor og hundrað stiga hita. Þetta er hræðilegt. Ég rétt náði að draga mig á vigtina sem sýndi það sama og síðast, 88.9 kg. Hið besta mál svo sem. Úff. Ég get varla fókusað á skjáinn. Farin aftur upp í.

Engin ummæli: