miðvikudagur, 30. mars 2011
Ég var lengi, og reyndar bara þangað til fyrir stuttu síðan, haldin þeim ranghugmyndum að ég "væri bara svona" og að ég væri máttvana gagnvart áunninni hegðun minni gagnvart mat og hreyfingarleysi. Þessi nýfundni skilningur minn að ég gæti vaknað á hverjum morgni og ákveðið sjálf hvernig dagurinn myndi fara er það sem hefur gert mér kleift að breyta því sem ég hélt að væri óbreytanlegt. Málið er nefnilega að það er hægt að velja að setja sér markmið. Það er hægt að velja að setja markmiðið aðeins hærra á hverjum degi. Það er hægt að velja að gera eitthvað nýtt í dag. Það er hægt að velja að sleppa namminu í þetta sinnið og fá sér frekar gúrku. Það er hægt að velja að mæta í ræktina og taka á því. Það er hægt að velja að vera ánægður með sig. Það sem er merkilegast við þetta alllt saman er að ég er ekkert merkileg. Ég er ekkert sérstök. Það er ekkert við mig sem gerir mig frábrugðna öðrum. Ég valdi þetta bara.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Nákvæmlega rétt hjá þér...þetta er bara okkar egið val og ekkert annað. Við tökum afleiðingum af öllu sem við gerum, eða gerum ekki. Góðar stundir.
Hann hitti nefnilega naglann á höfuðuð hann He-man þegar hann þrumaði: I've got the power!!
Skrifa ummæli