sunnudagur, 20. mars 2011
Kvöldið hefur skilið eftir sig ýmiskonar pælingar. Um og upp úr hádegi missti ég allt bragð-og lyktarskyn sem þýddi að það var tilgangslaust fyrir mig að borða planlagða ruglið mitt. Og ég sleppti því bara. Í fyrstu var ég dálítið leið og pirruð yfir því, ég hlakka til eiginlega alla vikuna að fá smá nammi á sunnudagskvöldi, og mér fannst eiginlega hálflélegt að missa af því þessa vikuna. En svo fór ég að spekúlera. Ég verð alltaf fyrir smá vonbrigðum með sjálfa mig því ég er enn að ströggla við að halda magninu á ruglinu mínu í skefjum. Ég enda alltaf á að borða aðeins of mikið. Er þá ekki bara fínt að prófa að sleppa því og sjá hvernig mér gengur í vikunni? Gerist það sem ég óttast (og er það sem hingað til hefur gerst áður fyrr þegar ég fór í megrun sem bannaði allt nammi) að þegar ég gef hlussunni ekki neitt að hún breytist í ógnarskrímsli sem tekur yfir nýju Svövu Rán og byrjar að éta allt sem tönn á festir? Eða á ég að treysta að ég sé orðin svo sjóuð og sjálftraust í lífinu sem ég lifi núna að ég geti sleppt góðgærinu eina viku án þess að það hafi nein áhrif á mig? Það verður bara að koma í ljós í vikunni. Ég ætla að treysta sjálfri mér.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Gangi þér vel. Ég hef fulla trú á að þér takist það.
Já, sei sei, þetta er allt í kollinum á manni, kemur ekki í ljós að mér er alveg sama! ;)
Þú stjórnar matnum, hann stjórnar ekki þér er orðtak sem ég nota oft. En halló VÁ hvað ég hef oft fengið þessa hugsun, það er fyrst núna síðustu örfáu árin sem ég VEIT að ég hef stjórnina og að metnaðurinn til að breytast yfirvinnur átvaglið any day :)
Þú getur þetta Svava.. þetta er ein helgi af 52 ;)
Skrifa ummæli