föstudagur, 25. mars 2011

Með aulaglott á andliti.
Merkilegt hvað það er miklu erfiðara að tala um velgengi en um það þegar illa gengur. Það er bara einfaldlega frá færru að segja, minni pælingar, ekkert sem þarf að "skrifa sig frá". Maður fer bara úr einu í annað með aulaglott á andlitinu og allt bara svona gerist einhvernvegin eins og af sjálfu sér. Og akkúrat núna er rifandi gangur hjá mér. Ég er eiginlega alveg hissa á sjálfri mér, hafði gert ráð fyrir dramatík í þessari viku vegna aflýsts nammikvölds í síðustu viku, var fullbúin undir fráhvarfseinkenni, "hversvegna ég?" góli, hár-og skeggrífngum og löngum, áhrifaríkum bloggfærslum um mikilvægi þess að vera staðfastur og hversu langt ég hef náð hingað til og bla bla bla. En svo bara ekkert. Ekki rassgat í bala. Mér er búið að vera drullusama alla vikuna. Ég lýg engu um að hlakka ekki til að fá karamellurnar sem ég ætlaði að borða um síðustu helgi og hafa núna bara beðið rólegar eftir mér alla vikuna, auðvitað langar mig í þær. En þær hafa líka bara verið upp í skáp og ekki káfað neitt upp á mig. Ég borða ekki karamellur á virkum dögum. Simple as. Og við það sat. Má ég segja að ég hafi snúið við blaði í vikunni? Ég er ekki frá því. Er þetta kannski dramatisk bloggfærsla eftir allt? Ég er ekki frá því. Stórir atburðir láta vanalega lítið yfir sér.

2 ummæli:

Guðrún sagði...

Karamellusúkkulaðirúsínubollunóakroppsdúlludabbilóin mín.

murta sagði...

Múss, múss mamma! xx