laugardagur, 12. mars 2011

Vaknaði í morgun við að vera þvengmjó. Það er nú gaman að vakna við það. 88.9 kíló sem er bara allra minnsta tala sem ég man eftir að hafa séð á vigt. Smellti mér í hlaupagallann og tók einn hring um Rhosllannerhrugog. Fann tíu punda seðil úti á götu. Hver segir svo að útihlaup borgi sig ekki? Fór svo í ofurvinnu til að reikna út skattaafslátt á frjárfestingum. Tók með mér lottó miðann frá síðasta laugardegi og lét renna í gegnum vélina á lestarstöðinni á leið heim úr vinnu. Og vann önnur tíu pund! Keypti að sjálfsögðu nýjan miða. Hvað ætli gerist næst?

3 ummæli:

Félag Íslendinga í Japan sagði...

Þvílíkur hamingjudagur hjá þér, alger snilld og innilega til hamingju með góðu þyngdina. Ég var einmitt komin í 83.6 en er ansi hrædd um að jarðskjálfti og kjarnorkuslys hafi aðeins sett strik í reikninginn (ég er augljóslega comfort eater). Tek á þessu eftir viku eða svo en reyni samt að missa mig ekki of mikið.

Erum á leiðinni til Jakarta í fyrramálið, tökum enga áhættu með stelpurnar okkar.

Takk kærlega aftur fyrir hugulsemina, get ekki lýst því hversu hissa ég varð þegar ég sá póstinn frá þér. Læt þig vita þegar ég verð komin aftur heim.

Gangi þér vel og haltu áfram að standa þig svona sjúklega vel.

murta sagði...

Inga Lilý mín, ég held að jarðskjálfti og kjarnorkuslys séu með mjög fáum atburðum sem heimila súkkulaði-og eða kökuát! Allavega er það komið í reglurnar hjá mér:) Takk fyrir að láta mig vita af ykkur, ég hafði miklar áhyggjur. Endilega vertu í sambandi þegar hægist um, vona að þið hafið það öll gott í Jakarta. Knús á ykkur öll. x

Alda sagði...

Mér líður eins og stalker! Fylgist með ykkur og dáist að úr launsátri hversu duglegar og flottar þið eruð. Er sjálf á sömu leið.

Gangi ykkur vel

Alda