Ég vil helst ekki kalla matinn minn staðgengilsmat. Það kemur sem hluti af því að lifa af sannfæringu. Mér finnst eins og maður taki smá frá matnum þegar maður hugsar um hann sem "gerfi" eða "lélegri" eða guð forði mér "holla" útgáfu af einhverju sem er "forboðið". Mér finnst miklu betra að hugsa að maturinn sem ég borða standi bara alveg fyrir sínu eins og hann er. Þannig er ég hætt að hugsa um blómkálshrísgrjónin mín sem staðgengilshrísgrjón, þetta er bara blómkál og er ógeðslega gott. Sama er með næfurþunnan kúrbít sem er notaður í lögum í kjötsósu; þetta er ekki staðgengill fyrir lasagna plötur heldur stendur kúrbíts rétturinn minn bara alveg fyrir sínu án samanburðar. Og ostasósan sem ég nota í hann í stað béchemel sósu, er eiginlega hundrað milljón sinnum betri en béchemel sósa. Svo gerist það að maður sér alveg nýja útgáfu af standard og verður að prófa; gulrótar húmmús.
4 stórar gulrætur kubbaðar niður, gufusoðnar, soðnar eða best grillaðar þar til mjúkar
1 hvítlauksrif, maukað
1 mtsk gæða ólivuolía
1 mtsk sítrónusafi
1 mtsk sesamfræ
2 mtsk hrísgrjónahveiti
2 tsk paprika
1/2 tks cumin
1/2 tks reykt chilifduft
salt og pipar
Þetta er svo allt maukað saman með töfrasprota og notað sem meðlæti með hverju sem er eða sem ídýfa eða ofan á hrökkbrauð eða hvað sem er. Ég blandaði smá kotasælu við þetta og notaði sem dressing á salat. Og graðgaði í mig áður en ég hafði rænu á að taka mynd. Hrikalega gott og maður sparar örlítið af kolvetnum og fitu á miðað við venjulegan húmmús. Ekki slæmt það.
5 ummæli:
Þetta á ég eftir að prófa, þú ert snillingur ;o) Ertu til í að setja inn uppskrift af ostasósunni sem þú notar í lasagna?
Kv. Ingibjörg
1 egg, hrært
200 g fitusnauð kotasæla
1 mtsk spelt, eða heilhveiti eða hveiti
40 g fitusnauður mozzarella niðurrifinn
allt hrært saman og smurt á milli laga á lasagna. Það má sleppa mozzanum, mér finnst bara svo gott að fá svona "gooey" áferð.
Og ég gleymdi að segja Bon apetit! :)
úfff hvað þetta hummus verður massað. Var einmitt að búa til horaðri útgáfu af venjulegu kjúllabauna en þetta hljómar enn betur.
En hvað er hrísgrjónahveiti? :-S
Það heitir Brown Rice Flour á ensku og ég kaupi það í heilsubúð. Mér finnst áferðin vera meira eins og kartöflumjöl en hveiti, og ég myndi frekar nota það en venjulegt hveiti.
Skrifa ummæli