miðvikudagur, 27. apríl 2011
Allt frá upphafi þessa ferlis hef ég mikið velt fyrir mér hvatningu. Hvað var það sem gerðist í þetta skiptið sem hefur veitt mér þann innblástur og hvatningu sem þarf til að viðhalda þessum lífstíl? Áður fyrr leitaði ég að innblæstri og hvatningu utanfrá. Ég beið eftir mánudegi, að ná botninum, að sjá mynd af mér sem myndi vera lokapunkturinn. En það var ekki fyrr en ég ákvað að það væri ekki eftir neinu að bíða sem eitthvað fór að gerast. Ég ákvað að slagorðið frá Nike væri málið. Just do it. Þessi orð fela í sér sannindi og kraft. Just do it. Það er heila málið. Það má sitja á rassgatinu eins lengi og dagurinn er langur og bíða eftir því að "eitthvað" gerist en það gerist ekki neitt fyrr en maður bara gerir það. En að undanförnu hefur það heldur ekki verið nóg. Ég þurfti að aðlaga þetta aðeins að mér. Í fyrstu var það nóg að finna gleðina í að bara gera. En núna er komið að því að viðhalda gleðinni til lengdar. Og að mestu leyti er ég bara glöð og þetta er ekkert mál. En hvað gerir maður dagana sem maður er ekki glaður, dagana sem maður bara neeeennir ´ess´ekki? Og ég komst að því að það er nóg að bæta einu orði við í slagorðið. Just do it anyway. Gerðu það bara samt. Og þá daga sem ég þarf að draga sjálfa mig á hárinu í ræktina, eða troða mér í hlaupaskóna með afli eða þá daga sem mig langar ekkert meira en bara að segja fuck it og éta þangað til ég spring þá segi ég bara við sjálfa mig; ókei, þú nennir ekki út að hlaupa; gerðu það bara samt. Og tilfinningin eftir á er eins og dóp. Það að hafa bara gert það samt er helmingi betri tilfinning en þá daga sem þetta er bara gaman og ekkert mál. Just do it anyway. Gerðu það bara samt. Það er óþarfi að flækja málið eitthvað frekar.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Sammála þessu með dópið..maður bara fer í rúss eftir góða æfingu og skilur ekkert í því af hverju maður nennti ekki fyrir klukkutíma....Just do it anyway....
Það er þá kannski bara eitthvað til í því sem hann Aristóteles sagði, um að hneigðin lagi sig að virkninni!
sammála :D
Já, hann var ekki alvitlaust hann Aristóteles :)
Skrifa ummæli