|
Egg og "Brautur" |
Hverjum er ekki sama um súkkulaði þegar það er 26 stiga hiti úti? Það var æðislegt að vakna í morgun við glampandi sólskin og þá vissu að ég eigi núna 4 daga í röð í frí. Byrjaði daginn á 5 km skokki um hverfið og skipti svo á öllum rúmum og ryksugaði (saug?) upp Lego kubba hægri og vinstri. Mjög hreinsandi fyrir sálartetrið. Fór svo í að búa til morgunmat. Í dag ákvað ég að gera haframúffur en bara einn skammt, ég hef í hyggju að stunda tilraunastarfsemi á meðan ég hef tíma og sá ekki ástæðu til að búa til stóra skammta. Mig langaði í haframúffur en ekki eins og ég geri þær vanalega, mig langaði í eitthvað sem líktist meira bökuðum hafragraut. Náði mér i lítinn banana og tók einn þriðja af honum og maukaði saman við 60 ml af soyamjólk , hálfri teskeið af hlynsýrópi og teskeið af smjöri. Já, ég ætlaði mér sko að fá eitthvað gott! Setti svo út í það tvö korn af sjávarsalti og 50 g af jumbo höfrum, rosalega grófir hafrar sem mér finnast bestir í öllum heiminum. Muldi svo saman við þetta uþb 10 g af fruit n´ nuts homestyle sem ég átti síðan um síðustu helgi. Blandan fór svo í muffins form og gerði tvær kökur. Bakaði í 30 mínútur við 195 gráður. Og misheppnaðist smá af þvi að þetta var aðeins of blautt, ein kakan datt í sundur og var ekki falleg. Hin hélt formi. Næst ætla ég að nota 30 ml af mjólk. En maður lifandi hvað þetta var gott á bragðið. Feitur og blautur og grófur og með örlitlu af svörtu súkkulaði og nú ég er til í allt. Ég skírði hann braut af því að þetta er banani og grautur allt í einu. Mikið sem ég elska morgunmat. Er hann ekki bara besta máltíðin?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli