sunnudagur, 24. apríl 2011

Ég bakaði í morgun hvítt brauð. Hvitt páskabrauð. Ilmandi, gullið, ljóst og létt, mjúkt að innan, stökkt að utan, sesamfrækornaþakið, besta brauð sem ég hef nokkurn tíman séð, þefað af, smakkað, borðað. Fljótlegt og einfalt og ég breytti upprunalegu uppskriftinni sáralítið, skipti út hunangi fyrir hlynsýróp af því að mér finnst hunang vont og bætti við einum bolla af hveiti því mér fannst deigið vera allt of blautt til að höndla. Ég held að það sé ekkert í heimi hér fallegra og betra en nýbakað brauð. Ég elska gróft, kornótt, súrdeigs, hverskonar brauð. En nýbakað hvítt... mamma mía. Og sjálfstjórnarvöðvinn fékk svo aldeilis workout í dag!

3 og  1/2 bolli hveiti
1 bolli volgt vatn
2 1/4 tsk ger
1 mtsk hlynsýróp (eða hunang)
1 tsk salt
2 mtks smjör við stofuhita
egg til penslunar
sesamfræ

1 og hálfum bolla hveiti hellt út í vatnið, gerið og sætuefnið og látið standa í skál í 30 - 90 mínútur. Setja plast yfir skálina. Blandan á að fara að "bubbla" smávegis.Svo er afgangnum af hveitinu, saltið og smjörið sett út í og hnoðað með hnoðkrók þar til slétt og teygjanlegt. Eða í höndunum ef maður á ekki hrærivél með hnoðkrók. Svo hnoðar maður deigið og teygir undir sjálft sig og myndar rúllu. Leggja á "sauminn" á hveitiþakta plötu. Svo hylur maður með plasti og lætur hefa sig þar til tvöfaldað. Svona hálftími eða svo. Pensla svo með eggi, þekja með sesam og skera rák eftir því endilöngu. Baka svo við 200 í 20 -30 mín þar til gullið að utan. Láta kólna á rekka og éta svo upp til agna.

3 ummæli:

Guðrún sagði...

Dabbilóin mín! Hvað er borðhiti??? Nei, bara ef ég skelli í svona brauð er betra að hafa allt á hreinu.

murta sagði...

Búin að laga, þetta bara datt úr mér. Eins og gerist oftar og oftar núna. Hef í alvörunni miklar áhyggjur af þessu :(

Guðrún sagði...

Mér fannst þetta nú frekar fyndið. Þú mátt alveg hafa íslenskuna eins og þú vilt. Þó þú ruglir smávegis stundum ertu með málfræðina á hreinu og það er meira en hægt er að segja um marga sem halda að þeir séu góðir íslenskumenn.