mánudagur, 25. apríl 2011

Stórfeti eftir hlaup.
Við fórum í Sports Direct á laugardaginn og fengum gönguskó á Láka og Dave og ég greip með mér þessar kvart hlaupabuxur á leiðinni að kassanum enda voru þær kostakaup á undir fimm pundum. Sports Direct er sko orðin uppáhaldsbúðin min (þó ég vilji kannski ekki endilega viðurkenna það. Sá nýja hlaupaskó og bol i stíl við buxurnar sem ég hef núna í hyggju að safna mér fyrir.) Fínar alveg hreint, Karrimor heitir merkið og henta vel í þessum óvanalega sumarhita sem er hér núna. Enda vippaði ég mér hvínandi inn í eldhús í morgun og tilkynnti Dave að ég hefði hlaupið minn hraðasta kílómetra hingað til í morgun. "Well," sagði hann þá salírólegur og horfði á mig, "and if you´d shaved your legs youd´ve been even more aerodynamic!" Cheeky bastard.

2 ummæli:

ragganagli sagði...

Mitt fyrsta stopp í London hjá systur minni er Sports Direct, þar fylli ég töskuna af hræbillegum íþróttafötum því mér er truntusama hvort ég sé í "last-season" þegar ég hamast... veit ekki einu sinni hvað er "this season" í þessum tuskum LOL

Nafnlaus sagði...

Pæja...alltaf gaman að eiga flott íþróttaföt.
Love, Ólína