mánudagur, 23. maí 2011


Alveg brjáluð!
 Ég náði að verða 86.8 kíló sem er það léttasta sem ég hef verið í fimmtán ár eða svo núna í lok apríl. Og tók svo upp frá því trekk í trekk alveg hreint frámunalega lélegar ákvarðanir. Ég ætla ekki að afsaka mig. Ég hef í raun engar afsakanir. Það eru nefnilega engar slíkar til. Annað hvort er þetta hér það sem maður gerir, eða maður er bara eitthvað að fokka úti í horni. Ég nenni þessu fokki ekki lengur. Og ég nenni ekki að reyna að skilgreina þetta heldur. Þetta er ósköp einfalt; ég borðaði of mikið og hreyfði mig ekki nóg og leyfði sjálfri mér að trúa því að einn dagur í viðbót  þar sem ég tæki lélegar ákvarðanir væri allt í lagi. Það eru núna 17 kíló í pottinum og ég hef ekki í hyggju að láta þau eitthvað veltast hér um. Ég ætla því að byrja hér með upp á nýtt. Ég get ekki verið með eftirsjá eða móral yfir því sem ég ákvað sjálf að gera. Ég nenni heldur ekki að berja höfuðinu upp við vegg. Það eina sem ég get gert er að gefa sjálfri mér get out of jail card, frítt spil og byrjað aftur á byrjunarreit. Erase and rewind. Ég var 91 kíló í morgun. Og þannig hefst dagur númer eitt.

7 ummæli:

Magga Th. sagði...

Frábært..dagur eitt skal það vera. Ekkert bögg bara sigur..og hver er að segja að það sé veikleikamerki að viðurkenna breiskleikann.Það gerir þig bara sterkari. Ekki horfa á mistökin sem villa þér sýn,sparkaðu í fjandans púkann sem lafir á sálinni og talar þig niður.

Horfðu á allt það sem þú hefur áorkað og gefðu því búst....þú ert frábær, hefur unnið hellings marga sigra og ætlar að halda þvi áfram....

Nafnlaus sagði...

Áfram þú!!!

Guðrún sagði...

Þegar ég pælií því, þá held ég að hver einasti dagur sé númer eitt þegar maður fer í svona lífsstílsbreytingu. Maður hlýtur að vera déskoti lengi á byrjunarreit. Alla vega þangað til heilinn hefur fengið viðsnúning og hugsunin verður önnur.
Þetta er nú kannski ekki svo ýkja djúp pæling en mér datt þetta <3 <3 <3

Guðrún sagði...

....rétt si svona í hug.

mvera sagði...

Ég hef verið að fylgjast með þér síðustu mánuðina og las öll bloggin þín frá upphafi núna í febrúar og verð að segja þér að þú ert sko ógeðslega dugleg og ég segi bera áfram með þig kona dagur eitt og svo tvö.....
kv. Magga

Nafnlaus sagði...

You can do it! Eins og þú bentir réttilega á í anda Nike - "Just do it" - hvort sem það er dagur eitt eða eitthundrað.

bkv
Alda

Nafnlaus sagði...

Haha alveg dásamleg þessi síða þín. Búin að hlæja upphátt nokkrum sinnum. :) Frábær, FRÁBÆR, hugmynd varðandi blómskálshrísgrjónin! Mun prófa þetta við gott tækifæri. :) Takk fyrir að deila sigrum og töpum með okkur hinum, þú ert að hafa jákvæð áhrif á marga í kringum þig. :) Gangi þér vel með baráttuna.