sunnudagur, 29. maí 2011

Bújakasja! 88 kíló bæði í gærmorgun og í dag. Það eru 3 kíló í mínus þessa vikuna. Það finnst mér nú skemmtilegt. Og þá er bara 1.2 kíló eftir af prófstresskílóum og ég er aftur komin af stað.

Að öðru leyti er ég voðalega fegin að í dag er sunnudagur og ég æfi ekki á sunnudögum. Ég fór nefnilega í ræktina í gær og átti þar stefnumót við einkaþjálfara. Það fylgdu með í byrjendatilboðinu þrjár æfingar með þjálfara. Ekki það að ég hafi neinn áhuga á að láta þá búa til fyrir mig plan eins og boðið er, ég er hæst ánægð með planið sem ég fylgi núna, en mér datt hinsvegar í hug að það væri kannski sniðugt að gera æfingarnar með þjálfaranum, láta hann kommenta á formið mitt og svo að láta hann kenna mér varaæfingar fyrir þau skipti sem ég kem í ræktina og lóðin eða tækið sem ég ætla að nota er upptekið. Hann var hæst ánægður með þetta, enda minni vinna fyrir hann, og við fórum í gegnum æfinguna saman. Ég er búin að gera allar mínar líkamsæfingar ein hingað til. Og ég fæ oft hrós fyrir dugnaðinn að gera þetta svona bara sjálf.  Og ég tók því hrósi alltaf og þakkaði fyrir mig enda fannst mér ég alltaf keppa heilmikið við sjálfa mig og ég var sannfærð um að ég ýtti mér alltaf að endamörkum. Ég þarf ekki á neinum að halda til að þrýsta mér áfram. En svo kom í ljós í gær að svo er ekki. Í hvert sinn sem ég ætlaði að hætta og hann sagði :"I´m sure you can do another one" eða "are you sure you can´t set the weights heavier?" þá gerði ég eins og hann sagði. Og ég gat það alltaf. En það verður líka að segjast að eftir æfinguna vegna áreynsluskjálfta í öllum líkamanum gat ég líka varla labbað yfir í Waterworld þar sem Láki var að fara í sundtíma og ég er með harðsperrur alltstaðar í dag. Þar með talið á augnlokum. Og ég hef eitthvað beytt bakinu vitlaust í rúmensku lyftunni þvi það er bogið og kreppt í dag. Keppnisskapið er svo gríðarlegt að ég er frekar tilbúin til að vinna mér skaða en að segja stopp. Og þessvegna ætla ég að eyða deginum í rólegheitum í eldhúsinu.  Mín bíða tilraunir með kjúklingabaunir, eplaköku bakaða úr quinoa og heilsusamlegar ammrískar smákökur. Smjör, smjör, hvað í veröldinni kemur í smjörs stað?

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með að vera hrokkin í gang aftur.

Vaðandi smjör - Fékk skyrsmjör á veitingastaðnum Sjávargrillið á Skólavörðustígnum um helgina. Bragðgott en veit ekkert um innhald. Kannski eitthvað sem mætti forvitnast um!

Kveðja, Ásta í Grímsnesi, tryggur lesandi!

murta sagði...

Eftir því sem ég best veit er það bara þeytt smjör þannig að það verður loftkennt. Sniðugt :) Og takk fyrir kveðjuna ;)