miðvikudagur, 11. maí 2011

Ég er að læra fyrir próf. (Greinilega). Er að fara í lokapróf í þessu blessaða námi mínu núna 21. maí. Ég hlakka ekki til. Ég er illa undirbúin og vitlaus. Hef lítinn tíma aflögu fyrir námið. Hef engan áhuga á náminu. Það var eiginlega vont fyrir mig að uppgötva að ég er "scanner" því nú hef ég afsökun til að vera áhugalaus á náminu. Ég er voðalega stressuð núna. Er að borða kotasælu. Datt nú samt í hug að heilinn vill fá kolvetni til að fúnkera vel. Það sést best á að samkvæmt steríótýpunni er próteinsvolgrandi vöðvatröllið vanalega grannt að viti. Við fitubollurnar erum hinsvegar gáfað fólk og gott. Getur verið að vitleysið útskýrist ekki af því að ég er "scanner" en heldur af ört lækkandi greindarvísitölu vegna próteinneyslu og skorti á kolvetnum? Örugglega.

Engin ummæli: