fimmtudagur, 19. maí 2011

Ég var heima í dag að læra fyrir próf. Byrjaði daginn klukkan 7 í morgun á 24 mínútna spretthlaupum. Svo hófst lestur og  þurfti ég því að fóðra heilann með nokkuð reglulegu millibili. Þetta er nokkuð venjulegur matardagur, eini munurinn er að ég fékk betra kaffi og gat borið fram á diskum. Í vinnunni fer ég með þetta með mér í plastdöllum.

Morgunmatur. Grískkrydduð (mynta, oregano, ólífur) hvítuommiletta og gulrótahafraka. Gott kaffi.

Millisnarl. Hrágrautur (jumbo hafrar í sojamjólk) með grískri jógurt, hind-og bláberjum og smá kókos.

Hádegismatur. Einfalt kjúklingasalat með papriku meze og hálfri grófri beyglu með fitulausum rjómaosti.

Eftirmiðdegishressing. Prótein frappucino.

Kvöldmatur. Moussaka búið til úr afgöngum.

Kvöldsnarl. Hvítupönnukaka með kanil, grískri jógúrt, ristuðum pekanhnetum, sykurlausu sýrópi og smá svindli; 1/3 lítill banani.

Ég á eftir að massa þetta próf. Það er alveg á hreinu.





2 ummæli:

Hanna (ókunnug) sagði...

Vona að þér gangi vel í prófinu! Kveðja frá dyggum lesanda. :)

murta sagði...

Takk fyrir það, þetta gekk og gekk :)