miðvikudagur, 22. júní 2011
Ég skemmti mér konunglega við Up & Running hlaupaprógrammið. Fór út í hlaup númer tvö rétt um fimmleytið í morgun og tók svo Röggu hlaup á eftir. Í þéttri, grárri rigningu eins og bara kemur hér í Wales. Þessi fyrsta vika hefur gengið mjög vel, enda er ég að hlaupa minna en ég var orðin vön að gera, ég er að fara afturábak til að geta byggt þetta í alvörunni upp. Ég hef alltaf gefist upp á C25k prógramminu og hef enn ekki getað hlaupið 5 km í einum rykk síðan ég gerði það í Race for Life í fyrra. En þetta á að kenna manni að hlaupa 5 km og ég ætla að fylgja uppskriftinni í einu og öllu þó það þýði aðeins minni átök en ég er vön til að byrja með ef það þýðir að ég geti að lokum hlaupið vegalengdina í einu. Þjálfarinn stingur upp á að maður finni sér keppnishlaup til að taka þátt í, alvöru hlaup sem maður er að vinna að eða þá að maður skipuleggi sitt eigið. Þetta á að gerast helgina 13-14. ágúst. Ég er búin að skoða og það er ekkert skipulagt hlaup í gangi í nágrenninu þannig að það lítur út fyrir að ég þurfi að gera þetta sjálf. Eins og allt annað sem ég virðist gera í hreyfingu, ég er alltaf ein. Hvað um það, mig langar til að byrja að skipuleggja þetta núna. Biðja Dave um að heita á mig og helst finna eitthvað sem gæti verið medalía. Stika út 5 km einhverstaðar annarstaðar en hér í þorpinu, kannski í Bellevue Park, til að gera hlaupið öðruvísi en vanalegu hlaupin mín. Gera þetta spes og eitthvað til að vinna að og hlakka til. Kannksi hlaupa "virtual" með öðrum hlaupurum. Hvað get ég gert meira til að gera þetta spes?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Hvað með að setja upp "hlaup" þar sem öðrum er boðið að taka þátt í - þannig að í boði verði skipulagt hlaup þessa helgina??
Það setur amk pressu á þig að taka þátt ;-)
Það var það sem mér datt í hug. Hvernig líst þér á að hlaupa með mér? Hlaup yfir haf og lönd getum við kallað það og samstillt tíma :)Það væri nú gaman :)xx
Úps .... þýðir þetta að ég verði að fara að reima á mig hlaupaskóna???
Góð hugmynd - ætla að sofa á henni :-)
Póstur á facebook ....
Skrifa ummæli