sunnudagur, 5. júní 2011

Ekki er hægt að slá hendi á móti yfirvinnu á þessum síðustu og verstu og ég fór til vinnu í gær, var þar frá níu til fimm í kæfandi hita og framreiknaði vexti í gríð og erg. Hefði frekar viljað vera að lyfta lóðum, slá garðinn, í lautarferð, drekka kaldan shandy bass í bjórgarði, grilla kjúklingaspjót. En needs must eins og maðurinn sagði og ég gerði þessvegna ekkert af þessu, gerði bara skuldunautum bankans lífið enn leiðara. Náði reyndar að hlaupa einn góðan hring fyrir vinnu og vigtaði mig til að sjá 100 grömm í mínus. Varla marktækt en ég er himinlifandi. Ég hafði gert ráð fyrir að líkaminn myndi frekar aðlaga sig í 100 grömm í plús eftir þriggja kilóa tap í síðustu viku. Ég ætla því að gera fyllilega ráð fyrir því að ég sé komin á fúllsvíng aftur, og ætla ekki að láta mikið koma á milli mín og markmiða minna. I´m back baby!

Engin ummæli: