mánudagur, 13. júní 2011

Fyrir nokkrum vikum síðan bauð Dietgirl lesendum sínum upp á að skilja eftir skilaboð á blogginu hennar og að hún myndi síðan velja af handahófi einn lesenda úr og verðlaunin yrðu ókeypis aðgangur að átta vikna hlaupanámskeiði sem hún og hlaupaþjálfarinn hennar standa fyrir. Hlaupanámskeiðið fer fram á netinu, þar er umræðuhópur og stuðningshópur og vikulegt þjálfunarplan er sent í gegnum tölvupóst. Ég var svo lukkuleg að vinna aðgang að námskeiðinu. Ég hef fyllilega í hyggju að bæta þvi einfaldlega við þær æfingar sem ég stunda nú þegar. Námskeiðið hófst svo í dag. Þessi fyrsta vika fer reyndar í andlegan undirbúning frekar en líkamlegan. Þáttskendur eru að spjalla saman og kynnast. Ég er virkur þáttakandi í umræðum á spjallrásinni og margt skemmtilegt sem þar kemur fram. Þáttakendur eru allstaðar í heiminum, frá Nýja-Sjálandi til Bandaríkjanna til Belgíu og Svíþjóðar. Og allt þar á milli. Margir hafa reynt við C25K prógrammið en gefist upp. Aðrir eru búnir að reyna aðrar íþróttir. Flestir eru í lélegri þjálfun og of feitir og langar til að verða fitt. En það sem allir eiga sameiginlegt og ég hef sérstaklega hoggið eftir er þessi ímynd sem allir þrá að uppfylla. Undantekningalaust talar fólk um að vilja vera "eitt af þessu fólki", "einn af þessum sem fer út að hlaupa í hvaða veðri sem er", "ein af þessum bjarteygu stelpum, hlaupandi um með tagl sem sveiflast". Öll höfum við einhverja hugmynd um hvernig fólk hlauparar eru og hvernig þeir líta út. Og dáumst að þeim. Þegar ég spái í það þá er ég ekki viss um að ég geti nokkurn tíman staðið undir þessari ímynd sem ég hef af hlaupara. Enda sá ég þegar ég las í gegnum öll skilaboðin að ég hef aðrar hugmyndir um tilganginn. Ég ætla ekki að þjálfa mig upp fyrir eitthvað spes hlaup. Ég geri mér engar grillur um að ég reimi á mig asics skó og ég breytist einn, tveir og þrír í bjarteygan taglsveiflara. Ég ætlast bara til þess að átta viknum loknum að ég hafi öðlast tækni og þol til að geta hlaupið sæmilega vegalengd í einu. Og að átta viknum loknum ætti hlaup að vera enn einn heilbrigður vani sem ég hef einfaldlega tamið mér. Og án þess að þurfa að finna hvatningu fer ég einfaldlega út að hlaupa. Af því að það er það sem ég geri. Alveg eins og allt hitt sem ég bara geri.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ég var í sömu sporum og þú og er núna stúlkan með dinglandi tagl og hleyp tugi kílómetra á viku :) Ef ég get það, þá er enginn vafi á að þú getur það léttilega :)
Kv. Gunnhildur

murta sagði...

Er búin að kaupa mér "gloss shine" frá John Frieda. Það hlýtur að vera aðalatriðið. Maður er náttrúlega með´ett á hreinu :)

Nafnlaus sagði...

Hæ Svava, Lóa vinkona hennar Hörpu frá Laugarvatni....ef þú manst eftir mér :)
ég er í svipuðu ferli og þú, þó komin töluvert styttra og ég elska bloggið þitt og búin að lesa það lengi lengi :)
Ég er einmitt að berjast við C25K prógrammið að halda mér í því - hvað er það helst sem að fólk hefur gefist upp á? Svo ég komist hjá pyttunum.....ef ég get.
Baráttukveðjur
Lóa