fimmtudagur, 2. júní 2011

Gufusoðið spergilkál með eggi og pecorino romano.
Nú er ég náttúrulega á fullu að nýta mér ræktina á meðan tækifæri gefst, tók núna eftir vinnu alveg rosalega æfingu þannig að rigndu af mér svitadropar hægri vinstri. Og það í samblandi við tuttugu og eitthvað smá hita gerði það að verkum að kvöldmatur varð að vera léttur og auðmeltur. Það er nú varla hægt að kalla þetta uppskrift, reyndar þá finnast mér ekki neitt af því sem ég geri vera uppskriftir, þetta er bara samsetningur á mat. Þessi uppfyllti öll mín skilyrði; fallegt, bragðgott, samleikur bragða og áferða allt í hárréttum hlutföllum.Prótein og fita. Litirnir bjartir og sumarlegir, jarðneskur tónn úr spergilkálinu, saltið úr pecorino romana ostinum og næstum því sætt eggið...fullkomið. Eða svona eiginlega. Næst ætla ég að hafa þetta sem léttan hádegisverð og bjóða með nýbakað sveitabrauð.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er líka alveg gasalega fallegur matur ;)

Guðrún sagði...

Þú að vinna í tuttuguogeitthvað stiga hita en mörlandinn í uppstigningardagsfríi í átta gráðum. Hvað finnst okkur um það?