Ég var 86.3 kíló á laugardagsmorgun. 500 grömm frá í þessari viku og ég eins sleek og sexí og hugsast gat á laugardagskvöld þegar við Dave minn héldum upp á 6 ára brúðkaupsafmælið. Vá, hvað mér fannst ég vera sæt! Eins og svartur köttur.Ég gleymdi myndavélinni en ein þjónustustúlkan tók mynd og ætlaði svo að senda mér hana í tölvupósti þannig að vonandi fæ ég mynd von bráðar. Við fórum á The Lemon Tree sem er einn af fínni veitingastöðunum hér í Wrexham. Kannski meira style over substance, það er voðalega smart og fínt og „hannað“ þar inni og þjónustan mjög góð. Maturinn var fallegur og fínt framsettur en ef ég á að segja satt og rétt frá þá var hann rétt í meðallagi góður. Ég ætlast alltaf til þess að fá á veitingastað eitthvað sem ég get ekki eldað sjálf en allt sem við borðuðum var eitthvað sem ég hefði getað gert betur. En vínið var gott og félagskapurinn ljómandi, við störðum djúpt í augu hvors annað og andvörpuðum af ást og ánægju með að hafa fundið hvort annað svona yfir höf og lönd. Þannig að ég lét matinn ekkert spilla neinu fyrir mér. Svo röltum við aðeins um Wrexham og skoðuðum mannlífið á laugardagskveldi og skemmtum okkur konunglega.
Ég var ekki 86.3 kíló í morgun eftir allt þetta vín og pasta og crostini. Svo ekki sé minnst á beikon samloku og chunky kit kat og ýmislegt fleira smálegt sem rataði inn fyrir mínar varir í dag. En þessi vottur af þynnku er að gera mig voðalega kærulausa og ég ætla bara að segja það: mér er skítsama þó ég þyngist um tvö kíló. Það var rauðvínsins og rósanna virði.
3 ummæli:
Gott að heyra að kvöldið var gott, Dabbilóin mín. Ekkert er betra en rauðvín, rósir og horfast í augu við ástina sína. Þetta veit sú gamla. Þér fannst það sniðugt þegar þú varst lítil en .....
Það vantar orðið "ekki" á milli það og sniðugt. Vá hvað meiningin breytist þegar það vantar eitt orð!!!!!!! Arrrgg!!
yndislegt :)! til hamingju með þennan frábæra áfanga, og þennan frábæra mann þinn og auðvitað frábæru þig ;).
kveðja, sigga dóra
Skrifa ummæli