föstudagur, 8. júlí 2011

Einhverstaðar las ég eða heyrði kenningu sem segir að það sé ekki hægt að haga sér andstætt við það sem maður trúir um sjálfan sig. Þannig að ef maður vill breyta hegðunum sínum þá hreinlega verður maður að breyta hvernig maður hugsar um sjálfan sig. Þetta var eitthvað sem mér datt í hug um daginn eftir eina hlaupaaæfinguna. Ég var í fínum hlaupaskóm. Pari númer tvö sem ég hef eignast. Ég var í fínu adidas hlaupabuxunum mínum. Ég var með hárið í tagli sem sveiflaðist. Ég var með i-pod í armbandi á upphandlegg. Ég var búin að hlaupa tæpa fjóra kílómetra. Ég leit út einsog hlaupari og ég var að gera það sem hlauparar gera. Og samt hikaði ég við að kalla sjálfa mig hlaupara. Þannig að ég byrjaði að gera hugaræfingar. Ég endurtók aftur og aftur; "Ég hleyp, ég er hlaupari, ég hleyp, ég er hlaupari." Og undanfarna daga, sérílagi nú þegar tímarnir mínir og tæknin bætist stöðugt er ég farin að trúa sjálfri mér. Ég er hlaupari.

Sem færir mig svo að hinu. Ég borða hollan og góðan mat. Ég er afskaplega meðvituð um næringarefnin sem ég fæ. Ég nýt þess að hugsa vel um líkama minn. Ég þjálfa líkama minn. Ég er meðvituð um hegðan mína og hugsanir. Ég reyni stanslaust að endurbæta viðhorf mín og hegðun gagnvart mat. Ég er hraust og heilbrigð. Ég get verslað föt í venjulegum búðum. Ég hugsa um sjálfa mig sem hlussu. Hang on a moment! Þetta passar ekki! Hér fara ekki saman staðreyndir og ímyndin sem ég hef af sjálfri mér. Og hvernig get ég ætlast til þess að ég hagi mér í alvörunni í samræmi við heilbrigðan lífstíl ef ég innst inni hugsa um sjálfa mig, og haga mér þar af leiðandi, sem hlussu? Ef ég vil breyta hegðan minn verð ég breyta þvi hvernig ég hugsa um sjálfa mig. Hlussan bara verður að fara. Og ef ég get hugsað um sjálfa mig sem hlaupara, eins fjarstætt og það er, þá hlýt ég að geta hætt að hugsa um sjálfa mig sem hlussu.

Ég á bara eftir að sakna hennar. Elsku hlussan mín.

5 ummæli:

murta sagði...

Overanalyze, underperform?

Magga Th. sagði...

Þetta er vand meðfarið...ég reyni að taka meðvitaðar ákvarðanir á hverjum degi um hvað ég læt ofaní mig, hreyfa mig reglulega og gera allt sem ég get til að ná árangri í því sem ég er að gera...og hugsa að ég geti allt, að ég sé flottur ári, að ég týni af mér kílóin eitt af öðru og í ljós komi flottur kroppur, sterkur og stæltur. Stundum gengur þetta og stundum ekki. En svo sé ég myndir af mér og þá er ég ennþá sama bollan. Svo dettur mér í hug hvort hægt sé að vera með öfuga likamsýmind anorexíunnar. Að maður sé í raun grennri í huganum en maður í raun er...hér er hægt að overanalyzera, en að vandinn sé ónóg frammistaða - klárlega getur það verið, en ef við höldum meðvitundinni getum við dregið stórlega úr þeim áhættuþætti og horfið frá ýmindaða heiminum og dottið inní þann raunverulega...flottar, sterkar, þolmiklar og stæltar konur sem eru búnar með fitubollupakkan og ætla aldrey þangað aftur...Freudiskt séð..

Unknown sagði...

Já einmitt það sem ég var að hugsa þegar ég var að tala um mig og golf - ég geri það svona í hálfkæringi - finnst bara fyndið að ég sé í golfklúbbi - því ég skilgreini mig ekki sem golfara - kannski af því mig vantar golfpilsið. Annars er ég enn hlussa - finnst bara vænt um mig en vildi gjarna verða léttari svo ég hreyfðist auðveldar. Þú ert frábær og það er afskaplega gaman að lesa bloggið þitt - you go girl :)

Nafnlaus sagði...

Svava þú ert náttúrlega ótrúleg - búin að lesa allt bloggið þitt og ég bara á ekki orð til að lýsa staðfestunni og dugnaðinum. Þannig að já, ég held það sé tími til kominn að kveðja hlussuna og bjóða hlauparann velkominn!

Magga, þú ert búin að gera góða hluti með skrokkinn á þér og stór munur á þér frá því sem var. Ég er ekki í nokkrum vafa, þú (eins og Svava) ert búin með þennan pakka og ég hlakka til að sjá framfarirnar áfram!

ps Svava, var að prófa sinneps-smjörbaunirnar þínar og ég get varla ákveðið mig, hvort ég á að kaupa stóran poka af baunum og sjóða í þetta eða hvort ég þarf að reyna að standa á bremsunni því þetta er svo suddalega gott að það er erfitt að hætta. Takk fyrir mig!

Kveðja
Hólmfríður

murta sagði...

Þetta finnst mér gaman að heyra Hólmfríður, ég held nefnilega alltaf að uppskriftirnar mínar séu bara fyrir mína bragðlauka, verð alltaf hissa þegar öðrum finnst gott :)