fimmtudagur, 7. júlí 2011
Nú er heldur betur hart í ári. Við höfum svo sem fundið fyrir því síðastliðið rúmt ár eða svo að það er ekki allt eins og á að vera í fjármálaheiminum. Ég missti fínu vinnuna mína og þurfti að taka mun verr borgað starf. Dave hefur ekki fengið launahækkun í þrjú ár. Og á sama tíma hækkar allt. Ég gat fyrir ári síðan keypt tveggja vikna matarkörfu fyrir 100 pund en núna dugar þessi sami peningur í viku. Bensín, tryggingar, allt hækkar og hækkar. Allt nema launin. Og það er sama sagan í verslunageiranum. Nú berast fréttir af því að eldgamlar verslunarkeðjur séu að loka. Ég er enn með samviskubit yfir Woolworths og þátti Íslendinga í því gjaldþroti. Og núna Jane Norman, Habitat og fleiri. Mér er nú nokk sama um Jane Norman, ég hef aldrei verslað þar, var allt of feit fyrir ekki svo löngu síðan og komst ekki upp á lag með að fara þangað inn síðan að ég minnkaði. En Habitat get ég ekki einu sinni talað um ég er svo sorgmædd yfir því að þeir séu að loka. Lokaútsalan búin að vera núna í nokkra daga í Chester og ég hef hvorki tíma né pening til að fara þangað. Mig langar bara til að grenja yfir þessu. Og svo fór ég algerlega á límingunum yfir fréttunum í dag. Það á að loka Thornton´s. Mér finnst það hreinlega vera mér að kenna. Ég hætti að borða nammi og stuttu síðar fer besta súkkulaðibúðin nánast á hausinn. Það hljóta að vera hér einhver orsakatengsl. Hlussan inni í mér kveinar í angist yfir tilhugsuninni um að fá aldrei aftur Chocolate Smothered Toffee. Í alvörunni fólk. Er þessi kreppa ekki komin út fyrir öll velsæmismörk núna?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Úúúú engin súkkulaðibúð fer á hausinn þar sem ég á heima! :) Borða alltof mikið af súkkulaði enn þá og gæti því haldið uppi heilli verslun.
Prófaði annars að valhoppa í morgun. Tók stutt 5 km morgunskokk og ákvað svo að prófa þetta. Komst að því að það er mun erfiðara að valhoppa en mig minnti og var alltaf sprungin eftir ca 30 sek og púlsinn kominn í 180 slög á mín. Komst samt að því að ég valhoppa mjög hratt eða á um 13.3 km/klst hraða! :) En þetta var mjög gaman og núna ætla að ég að fara að gera þetta reglulega, svona aðeins til að breyta til og reyna að bæta úthaldið!
Eigðu góða helgi
nei! ekki thornton's! þessi fáu trít sem ég leyfði mér þegar ég bjó í edinborg, komu þaðan, SÆLLA minninga. man ekki hvað molarnir hétu. en um daginn fann ég tveggja ára gamlan (útrunninn) poka af góðgætinu ofan í einni eldhússkúffunni, og grét örstutt yfir útrennleikanum.
sigga dóra
þetta voru trufflur. einstaklega fallegar dökkar og sykurhúðaðar trufflur. maðurlifandi.
sd
Þegar ég las fréttina betur kom í ljós að þeir eru ekki alveg hættir, bara að loka 120 verslunum hingað og þangað; þar með talinnin þeirri í Wrexham. Þannig að ég get enn fengið súkk frá þeim, þarf bara að gera mér ferð til Madchester eða Liverpool. Sjúkket!
Skrifa ummæli