fimmtudagur, 28. júlí 2011

Í dag er engin sól, bara hiti. Menningin tekin fyrir í dag enda ekki á hverjum degi sem maður fær að vita að maður hafi náð lokaprófi í meistarnáminu. Mikil hamingja og enn einn snúningur í velgengnisspíralnum mínum. Hamagangur í morgunsárið, uppskriftastúss, glasaleiðangur, safn og latté í Wrexham í dag. Mikið er gaman að vera í fríi.

Swing!

Wrexham Museum, Lúkas og faðir hans, Darth Vader.

Thumbs up! Prófi náð, skinny latté kerching!

4 ummæli:

Hanna sagði...

Til hamingju þú duglega kona! Mikið er gott að heyra þetta - leyfist manni þó að spyrja úr hvaða námi? Bara svona til að vera með það á hreinu :-)
Knús á þig
H

Nafnlaus sagði...

Elsku vinkona! Hjartanlega til hamingju með árangurinn. Frábært hjá þér :-)
Kiss og knús,
Ólína

Inga Lilý sagði...

Innilega til hamingju með þetta, ekkert smá flott hjá þér.

Haltu áfram að njóta sumarfrísins og ef þig langar að lesa pælingar um spik, mat og lífið almennt þá ákvað ég að byrja aftur á ingalily@blog.is

Veit ekki hversu lengi ég held þetta út en við sjáum til. Er að gera kallinn vitlausan með pælingum og röfli þannig að það er betra að skrifa sem mest og tala þá kannski aaaaðeins minna! :)

Til hamingju aftur

murta sagði...

Mikið er ég fegin að þú spurðir Hanna! Ég man nebblega aldrei hvað neinn er að gera :) Þetta var lokaprófi í MBA (Master of Business Admin) og núna á ég bara lokaritgerðina eftir. Og er með flott efni í huga fyrir hana.

Er búin að setja þig í daglegan lestur Inga Lilý :)