laugardagur, 30. júlí 2011

Krybburnar syngja, páfagaukar tísta, nágrannarnir grilla og skrafa saman á portúgölsku, það glamrar í bjórflöskum þar sem fólk gengur framhjá með innkaupin úr Bargain Booze, sólin grillar á mér leggina - það mætti halda að ég væri í útlöndum!

Vigtin sagði 200 g upp á við í dag. Ekki marktækur munur og útskýrður með einum shandy of mikið. Ekki vandamál það. Helst bar á í dag að við fórum og tíndum hindber út í sólinni. Hindberjajógúrt í morgunmat á morgun.

Hindber tínd hjá Bellis Bræðrum i Holt.

Engin ummæli: