mánudagur, 22. ágúst 2011

Eftir að hafa lesið bloggið hennar Shaunu eða Dietgirl í nokkur ár, ásamt því að kaupa og lesa bókina hennar, var ég þess heiðurs aðnjótandi að kynnast henni aðeins í gegnum hlaupanámskeiðið sem ég vann aðgang að og hún sér um. Og eitthvað fannst henni ég hafa að deila með hennar lesendum og í dag birtist á síðunni hennar smá pistill sem ég skrifaði um lífið og lífstílinn. Á morgun birtist svo annar hluti sem fjallar um og hlaupin og bjartsýnisröndina mína. Skemmtilegt!

2 ummæli:

Guðrún sagði...

Magnað að Shauna skuli hafa lesið bloggið þitt á google translate og fundist mikið til koma. Þú skrifar greinilega svo skemmtilega að meira að segja í gegnum google ertu góð!!!

Nafnlaus sagði...

Skemmtilegt viðtal, takk fyrir að deila :)

kv Hófí