þriðjudagur, 23. ágúst 2011
Merkilegt en ég er ennþá þvengmjó. Eins og það að hafa tekið ákvörðunina að vera bara ánægð og samið frið við sjálfa mig sé bara nóg. Ég er skelfingu lostin líka, ég hef náttúrulega ekki hugmynd um hvernig það virkar að treysta sjálfri mér. Hingað til hefur mér þótt ég vera heldur ótraustverðug og notað allskonar lög og reglur til að fylgja svo ég haldi mér á beina og breiða veginum. Ég náttúrulega þekki ekki annað en að vera annaðhvort á plani eða út af plani (út á plani bara), í megrun eða í ofátskasti. En þetta. Þetta er alveg nýtt. Ég má allt. Það er að segja ég má borða allt. Allt sem mér dettur í hug, það er allt leyfilegt. Eina sem ég ætla að gera er að spyrja sjálfa mig hvort það sé góð hugmynd að fá mér áður en ég sting upp í mig. Ég ætla að prófa að treysta að ég svari þannig að ég sé greinilega að hugsa um alvöru vellíðan mina, ekki tímabundna vímuna sem súkkulaðið veitir. Ég ætla að treysta sjálfri mér. Og ég er svo kát, og ánægð akkúrat núna, svo spennt að sjá hvernig mér gengur að það hreinlega ískrar í mér.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli