þriðjudagur, 16. ágúst 2011

Í síðustu viku var ég svöng. Í þessari viku er ég 71 kíló. Leyfið mér að útskýra. Ég er búin að ákveða að Albert Einstein hafði rétt fyrir sér í því að það er geðveiki að reyna að gera sama hlutinn aftur og aftur í von um mismunandi útkomu. Ég er þessvegna búin að ákveða að ég er hætt þessu öllu saman. Það er tilgangslaust að fara í gegnum sama ferlið aftur og aftur og enda alltaf á sama stað; frústreruð og byrjuð að sýna tilhneigingu í áttina að því að vera "í megrun". Ég ætla þessvegna að segjast bara vera búin núna. Ég ætla bara að byrja að lifa lífinu sem ég væri 71 kíló. Ég ætla bara að haga mér eins og heilbrigð 71 kílóa kona gerir. Þ.e.a.s ég ætla að borða mat eins og heilbrigð 71 kílóa kona myndi borða, ég ætla að hreyfa mig sem ég væri hraust 71 kílóa kona og ég ætla að hætta að vera með þessa þráhyggju. Ef ég lifi lífinu eins og ég væri 71 kíló, verð ég það þá ekki fyrir rest?

Ji! Hvað ætli ég geri í næstu viku?

Engin ummæli: