mánudagur, 15. ágúst 2011

Það er ekki eftir nokkrum sköpuðum hlut að bíða og æfingar fyrir 10 km hlaup hófust í kvöld eftir vinnu. Og ég er dauð. D-A-U-Ð! Ekkert verið að djóka. Í þessari viku miðast æfingar við mikið valhopp og hliðarhopp ásamt hraðaskiptum. Og þó ég hafi bara hlaupið 3.5 km þá var ég á fullu að valhoppa og meta hraða og skoða líkamstöðu upp í 6 km og er bara kúguppgefin. Mér finnst líka miklu erfiðara að æfa eftir vinnu en fyrir. En erfitt er bara gaman og dauð er gott. Heili hættur að virka...

2 ummæli:

Guðrún sagði...

Ég fór líka 3,5 nú í kvöld en bara venjulegt skokk. Ég gæti nú bætt valhoppi við, það er bara skemmtilegt en hvernig eru þessi hliðarhopp???

murta sagði...

Svona eins og fótboltakallar gera; snýrð á hlið, hoppar þannig að fætur koma saman og hoppar svo til hliðar og saman, hliðar og saman þannig að maður færist áfram. Voða gaman.