þriðjudagur, 2. ágúst 2011

Skrýtið veðrið í dag, skrýtið skap sem ég er í í dag - myndavélin gleymdist heima. Er í algerri slökun.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæl Svava!

Og takk fyrir bloggið þitt og allar uppskriftirnar. Ég er búin að skoða þær og er orðin alveg vitlaus í sinnepsbaunirnar þínar, ég sem hef aldrei fundið nein not fyrir smjörbaunir ;)

En ég var í Kosti um daginn sem er svo sem ekki í frásögur færandi nema vegna þess að ég missti mig aðeins í heilsuhillunni vegna þess að þar var að finna fjölmargt sem ég hef ekki fundið annars staðar. Meðal annars keypti ég kókoshveiti þar sem mig minnti endilega að þú hefðir kokkað upp einhverja dásemdina með kókoshveiti. Nema að ég er búin að leita og leita og finn þetta hvergi. Geturðu hjálpað mér með þetta eða er mig að misminna svona svakalega??

Kveðja
Hófí

murta sagði...

Sæl Hófí,

Nei, ég er búin að gera fullt af tilraunum með kókóshveiti en hef ekki sett neinar af þeim uppskriftum á netið vegna þess að ég gerði ráð fyrir að kókóshveiti væri ekki á allra færi að finna og ég veit ekkert meira pirrandi en að skoða uppskrift með efni sem ég á ekki uppi í skáp.

Hér eru fullt af uppskriftum með hveitið að uppistöðu, ég hef skipt út sykri fyrir sweet freedom og pálmasykur. Þetta er náttúrulega ekki hitaeininglaust, en maður fær fullt af trefjum ásamt því að spara helling af kolvetnum.

http://www.tiana-coconut.com/coconut_flour_recipes.htm

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir mig, ég skoða þetta :)

ps blackberries: brómber á íslensku - og psps þessi baka lítur svakalega vel út!

kveðja
Hófí