miðvikudagur, 3. ágúst 2011

Svona er gott að byrja daginn:

 Maður fer út og hleypur eins og andskotinn sé á hælum manns í dágóða stund. Hoppar yfir eitt grindverk sér til dundurs.
 Þegar heim er komið fer maður út í garð og tínir "Blackberries". Súrsæt, stútfull af sætum safa og ég efast ekki um að þau séu líka yfirfull af andoxunarefnum og öðru slíku. Og það er nú svo fínt að andoxa.
 Svo fer maður út í Kaupfélag af því að maður man að það eru ekki til nein epli. Svo sker maður niður tvö epli og setur í skál með berjunum. Sullar þar yfir teskeið af Sweet freedom og teskeið af kartöflumjöli. Það þykkir berjasósuna þegar hún bakast. Svo setur maður í skál:
1 mtsk kókósolía (í föstu formi)
rúm tsk Sweet freedom (eða annað sætuefni að eigin vali)
2 mtsk hreinu hnetusmjöri
1/2 tsk vanilludropar
100 g grófir hafrar og 20 g heilhveiti
1/8 tsk salt
1/4 tsk matarsódi
Þetta er hrært saman í klump og svo stungið í frysti á meðan maður vaskar upp, fer í sturtu og snurfusar sig. Svo mylur maður klumpinn yfir eplaberjablönduna og setur inn í ofn í 45-50 mínútur við 160 gráður. Það er ráðlegt að hylja blönduna með álpappír og taka hann af síðustu 10 mínúturnar til að passa að ekkert brenni.
 Svo tekur maður morgunmatarbökuna úr ofninum og setur á borð. Býr til gott kaffi og slakar á.
Svo er náttúrulega rosalega gott að setja smávegis af ristaðri kókóshnetu yfir blönduna og ekki skemmir sletta af grískri jógúrt fyrir heldur.

Að þessu loknu sest maður út í garð þar til tími er kominn á að gera eitthvað skemmtilegt í eftirmiðdaginn.

2 ummæli:

Hanna sagði...

Jummí gúmmí gummólaði .....

murta sagði...

Smjatt smjatt :)