miðvikudagur, 3. ágúst 2011

Það var hreinlega of heitt til að standa í stórræðum í dag. Við eyddum eftirmiðdeginum á rölti um Wrexham og notuðum svo frímiða í bíó til að kæla okkur aðeins niður.

Mennirnir mínir fyrir utan Wynnstay Arms þar sem ég gisti fyrst þegar ég kom til Wrexham. Því miður þá fór þetta sögufræga hótel á hausinn fyrir mánuði síðan og er núna lokað. Mjög leiðinlegt.

Kaffibolli, súperhetjur og spjall á Starbucks, Eagles Meadow.

Það vilja allir fá sér frappucino á sólardögum. Minn er light og rjómalaus að sjálfsögðu!

Lúkas við "The Bridge of Doooooom!!" eins og hann kallar hana. Í bakgrunni sést St. Giles kirkjan, afskaplega falleg kirkja og gaman að skoða hana og litlu göturnar í kringum hana.

Lúkas við Chester Street. Þar eru fullt af litlum skemmtilegum sérverslunum. Þar á meðal ein sem selur fylgihluti fyrir hass og marijúananeyslu. Smávegis furðulegt, en hey! það er bara gaman að hafa smá skrýtið með líka.

Ahhh, komin heim með shandybass í glas og ég hef í hyggju að njóta kvöldsólarinnar til klukkan 10 í kvöld. Skál!

1 ummæli:

Inga Lilý sagði...

Ahh nice sumarfrí hjá ykkur :)