þriðjudagur, 6. september 2011

Ég fékk mér fyrsta heita hafragraut haustsins í morgun. Eftir sólríka helgi í Chester þar sem drukkið var og étið út í eitt, var við hæfi að taka smá detox í dag. Og veðrið bauð upp á graut í dag. Ég hljóp 4 kílómetra á 32 mínútum og ætla að kenna svakalegu roki og lemjandi rigningu um hægaganginn. Já, það er ekki annað að sjá en að haustið sé komið til Wales. Og það var eitthvað svo traustvekjandi að setja hafra og vatn í pott, bæta kókósolíu út í og skreyta svo með flax og kókóskurli. Svona eins og þegar ég fyrst byrjaði að breyta lífsháttum mínum. Ég var eiginlega búin að gleyma hvað það er gott að fá heitan graut í kroppinn, hvað hann fyllir vel og veitir mikla vellíðan. Ég djúphreinsaði svo kofann, náði í skólabækurnar og setti niður drög að tillögu að mastersverkefni. Mér hefur alltaf þótt haustið góður tími til athafna og ég hef í hyggju að standa í stórræðum núna fram á næsta vor. Já, það er komið að heimsyfirráðum. Eða dauða.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

oh hvað mig langaði allt í einu að vera með þér í velska kotinu, borða með þér ljómandi grautinn og fara síðan út að skokka! þú hugsar til mín næst þegar þú kíkir á klakann, það væri gaman að rifja upp gömul kynni!

kær kveðja, sigga dóra

murta sagði...

Ekki spurning! Það væri mjög skemmtilegt.

Nafnlaus sagði...

Wow, incredible weblog layout! How long have you ever been blogging for?
you made blogging glance easy. The overall look of your web site
is magnificent, let alone the content!
Stop by my weblog ; health care reform facts