Það er nú ekki margt í heimi hér í sem er betra en góðir vinir. Og ég er svo lukkuleg að eiga að einn glæsta vinahóp sem sést hefur norðan Alpafjalla. Þollararnir mínir sem ég er búin að eiga að síðan ég man eftir mér, vináttan hófst á leikskóla. Og fyrr. Og við höfum alltaf gert eitthvað úr þvi þegar við hittumst sem hópur nú síðustu árin þegar forsendur vinskaps hafa breyst með tilkomu eiginmanna, barna, húsbréfa og annars óáran. Það er semsagt komið að Þollaradegi. Í ár verður hann haldinn hátíðlegur í Chester og eiginmenn fá að taka þátt. Ég er búin að panta borð á nokkrum veitingastöðum, plotta út svaðalegt pöbbarölt, plana fótboltaferð á Wrexham v Kidderminster fyrir strákana, menningarlega söguskoðun um rómverskar minjar og smá athugun á Cromwell ásamt búðarölti og endalausum stoppum á kaffihúsum, pöbbum, börum, krám og knæpum. Ég geri ráð fyrir miklum hlátri, spjalli og stuði. (Og nú þegar við höfum mennina með er kannski hægt að ná mynd af okkur öllum saman í einu!)
Ég er búin að pakka, búin að senda barnið í pössun og er tilbúin. Nú skal dansinn hefja.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli