föstudagur, 23. september 2011

Ég fór aðeins í Tesco eftir vinnu í dag. Föstudagur og sólin í glampandi stuði og mig vantaði svona eitt og annað fyrir helgina. Ég gerði hræðileg mistök um síðustu helgi við tilraunir til að búa til gnocchi úr gulrótum (pjökh!) og um þessa helgi hef ég í hyggju að gera engar tilraunir, bara halda mig við gamalt og gott. (Kannski að ég prófi eina hugmynd sem felur í sér blómkál, egg, skinku og grana padano, sjáum til). Það er fátt sem mér þykir skemmtilegra en að fara í létt matvöruinnkaup. Bara ég og karfa og fimm hlutir á listanum og nógur tími til að skoða allskonar sultur og hveiti og korn og sósur og osta. Og þar sem ég rölti um búðina kom ég að pólsku deildinni. Og ég týndi mér alveg innan um allskonar pylsur, osta, kæfu og prins póló. (Ó já mæ frend, Prins Póló!). Sá svo glitta í glerkrukku með einhverju fjólubláu og kunnuglegu. Jú, rauðkál. Danskt rauðkál. Sem ég er að láta fólk bera með sér frá Íslandi. Og það fæst bara á undir pundi fyrir krukkuna í Tesco. Ég skoðaði hilluna betur og fann þar líka súpujurtir og steiktan lauk og saltlakkrís. Þannig að héðan í frá er harðfiskur það eina sem ég þarf sent að heiman. Jah, nema að Tesco setji upp Nígeríu deild og ég fái bara skreið beint í æð.

2 ummæli:

María sagði...

Hefurðu prófað að gera þitt eigið rauðkál? Miklu betra og þá ertu líka safe ef Tesco klikkar!

murta sagði...

Ég er búin að eiga uppskrift hérna sem mamma sendi mér í áraraðir, en hef bara aldrei nennt að gera það. Mér fannst alltaf bara gaman að hafa svona eitthvað til að "sakna" frá Íslandi ;)