þriðjudagur, 11. október 2011

Ég eyddi alveg hreint sérstaklega áhugaverðum klukkutíma hjá "osteopath" eftir vinnu í dag. Hann er ekki sjúkraþjálfari, ekki hnykkjari og ekki nuddari. En eitthvað á þá leið. Ég pantaði tíma hjá honum af því að ég er náttúrulega alltaf með smá verki í hnénu og vildi bara fá að vita hvað ég get gert til að stjórna sársaukanum betur, eða hvort það sé hægt að lækna mig eða hvort hún detti kannski bara af mér löppin innans skamms. Aðallega var ég að hafa áhyggjur af því að hlaupin séu kannski ekki það sniðugasta fyrir mig. Og þegar ég fékk síðan verkinn í ökklann um daginn ákvað ég að það væri virkilega kominn tími til að fara í yfirhalningu.

Ekkert nema góðar fréttir. Ég er með laust hné. Allar sinar og það í kringum hnéð er teygt og togað og það skrollar allt til. Þannig að ég læsi hnénu allt of mikið til að reyna að koma í veg fyrir hnykk. Þetta er ekki hægt að laga en það er hægt að gera ástandið skárra með því að styrkja alla vöðva þar í kring. Ég fékk nokkrar æfingar hjá honum til að gera til að styrkja mig. Ökklinn er bara eðlilegt hlaupara mein og með því að teygja betur á get ég komið í veg fyrir að það gerist aftur. Og ég má hlaupa eins og mig lystir. Ég gæti sjálfsagt valið skárri líkamsrækt, með minna álagi á hnén. En ef ég geri æfingarnar mínar og reyni að halda líkamsþyngd í eðlilegu horfi þá er ekkert því til fyrirstöðu að ég hlaupi eins og vindurinn.


Og talandi um að hlaupa í vindinum; men hvað það var mikið rok í morgun! En ég læt það ekki á mig fá, treð mér bara í húfu frá Láka mínum og rúlla mér út. Tæpir átta á 50 mínútum. Allt að koma.

3 ummæli:

Inga Lilý sagði...

Tæpir 8 á 50 mín er alveg glæsilegt, þú verður farin að fara 10 á undir 1 klst áður en þú veist af.

gott að fréttirnar með hnéð voru ekki verri og ég er klár á að þegar þú ert búin að vera dugleg að gera æfingarnar þínar þá verður þú farin að hlaupa á undan vindinum! :)

Nafnlaus sagði...

Gott að þú mátt halda áfram enda ertu á svakalegri siglingu, ekkert nema aðdáun sem maður finnur þegar maður les pistlana þína!

Hefurðu kíkt á http://www.smartmotion.is/ Hlaupastíls-námskeið þar sem er kennd hlaup með minna álag á t.d. hné.

Haltu áfram á þessari stórkostlegu braut :)

Kv. Sigurrós Hallgr.

murta sagði...

Já er þakki bara! :) Stefnum á 65 mínútur.

Takk Sigurrós, ég tjékka á þessu.