miðvikudagur, 5. október 2011
Ég fattaði að djúpúðgan og viskan sem ég lét frá mér í gær gæti leitt fólk til að halda að ég hafi ekki farið út að hlaupa. Þvert á móti þá hljóp ég og hljóp. Og hljóp. 8.2 kílómetra allt í allt á klukkutíma. Svartamyrkur úti klukkan fimm að morgni til. Það var eins og ég væri ein í heiminum. Bara ég og skugginn minn og stjörnurnar.
Ég horfði á skuggann minn á gangstéttinni og reyndi að greina hvaða hlaupastíl ég hef. Ég er nánast í 90 gráðu vinkli, mig grunar að brjóstin togi mig niður á við. Bölvað þyngdaraflið. Ég verð að reyna að rétta úr mér. Ég nota hné og fætur kolvitlaust, hoppa allt of mikið. Ég naut hinsvegar í botn að sjá pínkulítið mittið mitt ásamt mjúkri línu mjaðmanna. Stórglæsileg.
Ég er alltaf að verða þolmeiri og þolmeiri, hljóp í 40 mínútur án þess að stoppa í síðustu viku og plana 45 í fyrramálið. Eins mikið og ég nenni ekki að telja kalóríur þá gat ég ekki annað en tekið eftir að i-pod hafði talið til einar 700 kalóríur brennt á síðasta hlaupi. Ekki slæmt. Það er stundum skrýtið að hugsa til þess að það er ekki svo langt síðan að svona líkamsrækt var út úr myndinni. Ég gat varla labbað hvað þá hlaupið. Ég man í fyrst sinnið sem ég hugsaði þessa hugsun var þegar ég fór á trampólín í fyrra sumar. Ég var þá rétt undir hundrað kílóum og aðvörunarmiðinn sagði max weight 100 kíló. Það var þá sem ég í alvörunni skildi frelsið sem felst í því að geta hreyft sig óhindrað. Það var geggjað, upp og niður, boing boing.
Og það er ennþá geggjaðra að fara út að hlaupa. Nei, það er sko ólíklegt að ég sleppi því að hlaupa.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Ég er einmitt loksins búin að finna mér hlaupafélaga eftir að hafa hlaupið ein í meira en 1.5 ár. Það er ótrúlega gaman, sér í lagi þar sem annar þeirra er ofurhlaupari og pínir mann til að gera miklu meira en maður heldur! :)
Held að ég sé að finna hlaupagleðina aftur, svei mér þá. Ekki það að ég hætti nokkurn tímann, tók meira að segja með mér vibram five finger skóna mína til Evrópu í síðustu viku og hljóp úti bæði í Búkarest og Mílan (og auðvitað Tokyo). Það er ágætis vikuverk! :)
úúúú VFF! Mig langar svo að prófa!
Já kallinn gaf mér í ammælisgjöf. Þeir eru fínir í styttri hlaup en ég verð helv stíf í kálfunum af þeim. Held að ég noti asics áfram þegar ég fer lengra en ca 7 km! :)
Skrifa ummæli