sunnudagur, 2. október 2011
Mér fannst ég vera ægilega sniðug í dag. Þrátt fyrir vott af þynnku sem þýddi að ég nennti alls ekki að taka skemmtiskokkið mitt í dag, var ég ægilega skipulögð hvað matseld varðaði. Ég eldaði létta sunnudagsteik og útbjó í leiðinni salatið fyrir næstu viku. Ég sauð quinoa og þegar það var tilbúið hellti ég einni dós af blönduðum baunum þar út í. Kryddaði svo til með bláberjasaltinu góða, teskeið af hunangi og teskeið af ólífuolíu. Ég hafði líka skorið niður eitt butternutsquash (hvað heitir það á íslensku?), einn rauðlauk, eina rauða papriku og nokkra hvítlauksgeira. Velti svo upp úr balsamic, olíu, hunangi og kryddi og grillaði svo inni í ofni í 45 mínútur. Hellti svo þar út í afgangnum af gulrótum og rósakáli sem var í hádegismat og blandaði svo að lokum þessu öllu saman við quinoa - baunablönduna. Á núna inni í ísskáp salat sem ég get gripið með mér í hádegismat alla vikuna. Set bara mismunandi kál eða spínat með og breyti kannski um dressingu. Prófa tahini sósu, eða set balsamic sýróp. Gríp svo með mér rósmarín bollu og ég eins hamingjusöm og hægt er. Fallegt og hollt. Það má vera að ég hafi fengið einum og mörgum bjórum í gær (segi kannski þá sögu síðar) en ég er nú samt enginn vitleysingur og læt þynnku- fitu og sykurlöngunina slá mig út af laginu. Ekki hana mig.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Heitir það ekki grasker :) Kv. Hugrún Sif
Grasker er pumpkin. Það er öðruvísi í laginu en af sömu ætt.
Mér vitanlega er þetta yfirleitt kallað butternut grasker. Einhver sagði mér að þetta héti Barbapabbagrasker sem passar nú alveg ágætlega við það - held samt að menn hafi nú ekki fundið endanlegt nafn á það ;)
kveðja Hófí
Skrifa ummæli